/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Skúli Sverrisson

Tónskáld
/

Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson sömdu tónlist fyrir Saknaðarilm í Þjóðleikhúsinu, og hlutu Grímuverðlaunin fyrir tónlistina 2024.

Skúli Sverrisson á að baki einstakan feril sem tónskáld, upptökustjóri og spunatónlistarmaður með breiðum hópi alþjóðlegra listamanna. Má þar nefna Blonde Redhead, Lou Reed, Allan Holdsworth, Ólöfu Arnalds, David Sylvian, Davíð Þór Jónsson, Trio Mediæval, Arve Henriksen, Báru Gísladóttur og Bill Frisell. Þá var hann náinn samstarfsmaður Laurie Anderson um árabil. Skúli hefur leikið á yfir 200 útgáfum. Hann hefur unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir verk sín alls sjö sinnum og tvisvar verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Skúli hefur samið nýja tónlist fyrir Víking Heiðar Ólafsson, Sinfóníuhljómsveit Íslands og við dansverk Ernu Ómarsdóttur. Á sviði kvikmyndatónlistar hefur Skúli unnið að gerð tónlistar Hildar Guðnadóttur, Jóhanns Jóhannssonar og Ryuichi Sakamoto.

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími