Sara Martí Guðmundsdóttir leikstýrir í vetur Umskiptingi eftir Sigrúnu Eldjárn á Litla sviði Þjóðleikhússins.
Sara útskrifaðist sem leikkona úr leiklistardeild LHÍ árið 2007 og lék sitt fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu í verkinu Skilaboðaskjóðan. Árið 2010 útskrifaðist Sara frá The Royal Central School of Speech and Drama frá London og hefur hún leikstýrt fjölda verkefna síðan á hinum ýmsu sviðum, mestmegnis með leikhóp sínum SmartíLab. Barnaverk sem Sara hefur leikstýrt eru m.a. Píla Pína, Núnó og Júnía, Jólasýning Þorra og Þuru, Tréð og Karíus og Baktus en þau tvö síðastnefndu fengu Grímutilnefningu sem barnasýning ársins.