Þjóðleikhússtjóri
Magnús Geir Þórðarson er þjóðleikhússtjóri.
Magnús er menntaður leikstjóri frá Bristol Old Vic Theatre School, er með meistaragráðu í leikhúsfræðum frá University of Wales, Aberystwyth og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Magnús Geir gegndi starfi leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar 2004-2008 og var síðar leikhússtjóri Borgarleikhússins 2008-2014, þar til hann var skipaður útvarpsstjóri RÚV árið 2014. Því starfi gegndi hann þar til hann var skipaður þjóðleikhússtjóri frá 1. janúar 2020.
Magnús Geir hefur leikstýrt fjölda leiksýninga, hlotið Íslensku þekkingarverðlaunin, verið valinn markaðsmaður ársins og hlotið hina Íslensku fálkaorðu fyrir störf sín á sviði leiklistar og menningarlífs.