/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Liam Steel

/

Liam Steel er víðfrægur og margverðlaunaður danshöfundur og leikstjóri sem hefur starfað í leikhúsi, óperum og kvikmyndum víða um heim. Hann er danshöfundur í söngleiknum Ormstungu í Þjóðleikhúsinu.

Liam sá m.a. um alla kóreógrafíu og Musical Staging fyrir kvikmyndina Les Misérables, sem vann til fjölda Óskarsverðlauna og BAFTA verðlauna, og sá um kóreógrafíu í hinu rómaða dansatriði undir lok Giri/Haji sjónvarpsþáttaraðarinnar (BBC/Netflix), og hlaut fyrir hana verðlaun fyrir Best Dance Sequence in a Series or Feature Film á International Dance Film Festival.

Meðal verkefna Liams sem danshöfundur og höfundur sviðshreyfinga eru Elf – the Musical (West End & Broadway), Company (West End & Broadway) (Tony verðlaun og Olivier verðlaun fyrir Best Revival of a Musical, Olivier, WhatsOnStage og Drama Desk tilnefningar fyrir Best Choreography), 101 Dalmatians, A Tale of Two Cities, Porgy and Bess (tilnefning Best Musical Revival – Olivier verðlaunin), The Crucible, Romeo and Juliet (Regents Park Open Air Theatre), War of The Worlds (Dominion Theatre – West End), Comus (Shakespeare’s Globe), West Side Story (Salzburg Festival), Dara, The Magistrate, Sparkleshark (National Theatre), The Taming of the Shrew (RSC), Ghost the Musical (West End & Broadway), Ben Hur Live (O2 Arena and International Tour).

Meðal leikstjórnarverkefna Liams eru Peter Pan (Olivier tilnefning fyrir Best Entertainment and Family), The Tempest, Lord of the Flies, Into the Woods (Olivier verðlaun fyrir Best Musical Revival) (Regents Park Open Air Theatre), Barnum (Chichester Festival Theatre/Cameron Mackintosh), Into the Woods (Delacorte Theatre, New York), The Wizard of Oz, Winnie and Wilbur, Peter Pan (einnig höfundur) (Birmingham Rep), Jungle Book (Leeds Playhouse), Hymns, Heavenly (Frantic Assembly), Absolute Beginners (Lyric Hammersmith), Merlin (Northampton Theatre Royal), Knots (Best Production Dublin International Theatre Festival, Scotsman Fringe First verðlaun, Total Theatre verðlaun) (CoisCeim Dance Theatre Company).

Liam hefur unnið að fjölda óperuverkefna fyrir English Touring Opera, ETO, m.a. L’infedeltà delusa, The Magic Flute, Patience, Gianni Schicchi, Paul Bunyan (Olivier verðlaun fyrir Outstanding Achievement in Opera) og kvikmyndinni Mille Regretz með tónlist eftir Josquin De Prez. Meðal annarra óperuverkefna eru Marriage of Figaro (Opera Holland Park), The Singing Circle (Royal Opera House), The Merry WidowLa bella dormente nel bosco, L’enfant et les sortilèges, A Midsummer Night’s Dream, Hänsel and Gretel, Albert Herring, Orpheus in the Underworld (Britten Theatre – RCM).

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími