/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir

/

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir er höfundur leikritsins Taktu flugið, beibí! sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í september 2024, og leikur jafnframt í sýningunni.

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir útskrifaðist með BA-próf í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands árið 2021 og MA-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands árið 2024. Áður hafði hún lokið BA-prófi í þroskaþjálfafræði árið 2011 og stundað nám í fötlunarfræðum.

Kolbrún er fædd árið 1972, ólst upp í Hafnarfirði og dreymdi um að verða leikkona. Á unglingsárum greindist hún með vöðvasjúkdóm og fór fljótlega að rekast á ýmsar hindranir í samfélaginu. Kolbrún og margt fatlað fólk af hennar kynslóð flosnaði upp úr námi sökum lélegs aðgengis og jaðarsetningar. Hún fór fljótt að tjá sig í ljóðum og spinna sögur – listin varð að haldreipi, vopni og ádeilu hennar til að varpa ljósi á það sem mótar og viðheldur fötlun. Kolbrún var áhugaleikkona og lét ljós sitt skína með Halaleikhópnum um árabil, tók þátt í uppistandi og hefur framið gjörninga í anda fötlunarlistar. Hún hefur tekið virkan þátt í hagsmuna- og mannréttindabaráttu fatlaðs fólks, en fundið sig best í því að vinna með fólki í gegnum listsköpun til að hreyfa við fólki.

/
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími