/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Hanna Lára Ólafsdóttir

/

Hanna Lára Ólafsdóttir sér um hár og förðun í Eyju og aðstoðar með búninga og framleiðslu í samstarfi við O.N. sviðslistahóp.

Hanna Lára er fædd heyrnarlaus og alin upp í Reykjavík og Osló. Hún er útskrifuð sem hárgreiðslumeistari og  lauk kennararéttindanámi frá Háskóla Íslands árið 2011.

Ástríðan að vinna í leikhúsi kviknaði árið 2008 þegar hún vann í fyrsta skipti í leikhúsi við leiksýninguna Óþelló, Desdemóna og Jagó á vegum Draumasmiðjunnar í Borgarleikhúsinu. Frá barnæsku hefur leikhúsið verið henni hjartfólgið og kært en margir leikarar eru í fjölskyldu hennar.

Árið 2013 fór hún í leikhúsförðun/MUA og útskrifaðist þaðan sem besti nemandinn. Í Noregi vann hún alls konar verkefni innan sjónvarps, við bíómyndir og leikhús þar á meðal Teater Manu sem er döff leikhús, m.a. við leiksýninguna Sjalusi.  Við Óperuhúsið í Osló vann hún við sýningarnar Nötteknekkeren og Flagermusen. Hún sá um hár, förðun og búninga í sjónvarpsþáttaröð NRK 1 sem bar nafnið Mökkakaffe.

Á Islandi hefur hún ma unnið í Þjóðleikhúsinu árinu 2014-2017 í leiksýningunum Latibær, Sjálfstætt fólk, Karitas, Hrói Höttur, Sporvagninn Grind og Fjarskaland.

Á síðustu árum hefur hún verið sjálfstætt starfandi og rekur eigin stofu sem heitir “Hún Hló”og veitir þjónusu með hár og förðun.

 

www.noona.is/hunhlo

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími