Daði leikur í Ronju ræningjadóttur hér í Þjóðleikhúsinu leikárið 2018-2019.
Daði er í 7. bekk í Melaskóla í Reykjavík.
Aðaláhugamál Daða er leiklist og tónlist. Hann hefur verið nemandi hjá Sönglist, söng- og leiklistarskóla, síðan hann var 8 ára og tekið þátt í nemendasýningum hverja önn.
Daði hefur leikið aukahlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og aðalhlutverk í útskriftarverkefni nemanda í Kvikmyndaskóla Íslands.