Berglind Alda Ástþórsdóttir útskrifaðist af leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands vorið 2024. Hún þreytir frumraun sína í Þjóðleikhúsinu í söngleiknum Stormi, en hún leikur jafnframt í Tómri hamingju í Borgarleikhúsinu. Hún lék meðal annars í sýningunum Fyrsta skiptið í Gaflaraleikhúsinu og Hlið við hlið hjá Afturámóti. Berglind hefur einnig leikið í ýmsum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum, meðal annars í Húsó og Venjulegu fólki 4. Einnig hefur hún leikið í nokkrum Áramótaskaupum, séð um Krakkaskaupið og verið þáttastjórnandi Krakkakviss á Stöð 2.

Starfsfólk Þjóðleikhússins