Baldvin Hlynsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, bæði á sviði og í hljóðveri með fjölda listamanna. Hann er menntaður í djasspíanóleik frá Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi og MÍT, og hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sem Nýliði ársins í djass & blús árið 2017.
Baldvin spilar og er hljómsveitarstjóri í söngleiknum Ormstungu og spilaði í söngleiknum Stormi í Þjóðleikhúsinu.