Anna Rún Tryggvadóttir gerir nú búninga fyrir Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu.
Anna Rún Tryggvadóttir lauk BA-námi við LHÍ árið 2004 og MA-námi frá Concordia háskóla í Kanada árið 2014, og starfar sem myndlistarmaður á Íslandi og í Berlín. Hún hefur sýnt verk sín víða á alþjóðlegum vettvangi. Hún hlaut verðlaun úr listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur árið 2021, og hélt einkasýningu samfara vinnustofudvöl við Kunstlerhaus Bethanien í Berlín árið 2020. Hún hefur unnið við búninga- og sviðsmyndagerð í leikhúsum víða í Evrópu, m.a. við leikhúsið í St. Gallen og Klosterspiele Wettingen í Swiss, Theater Trier og Staatstheater Karlsruhe í Þýskalandi, Ultima Oslo Contemporary Music Festival í Noregi, í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.annaruntryggvadottir.net