Þjóðleikhússtjórar líta yfir farinn veg 2 – Stefán Baldursson í viðtali við Melkorku Teklu
Í Leikhúshlaðvarpinu rifjum við upp sögu Þjóðleikhússins með ýmsu móti. Meðal annars líta fyrrum þjóðleikhússtjórar yfir farinn veg, ræða um Þjóðleikhúsið, árin sín í Þjóðleikhúsinu og leikhúsið í víðara samhengi. Í Leikhúshlaðvarpi dagsins ræðir Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins, við Stefán Baldursson sem var þjóðleikhússtjóri frá árinu 1991 til ársloka 2004. Spjallið var tekið upp í apríl 2020 í tengslum við 70 ára afmæli Þjóðleikhússins og áður flutt í Stúdíó Kristal.