Þjóðleikhússtjórar líta yfir farinn veg 2 – Tinna Gunnlaugsdóttir í viðtali við Ólaf Egil Egilsson
Í Leikhúshlaðvarpinu rifjum við upp sögu Þjóðleikhússins með ýmsu móti, og við buðum meðal annars fyrrum þjóðleikhússtjórum að koma í heimsókn, líta yfir farinn veg, og ræða um árin sín í Þjóðleikhúsinu og leikhúsið í víðara samhengi. Í þættinum í dag ræðir Ólafur Egill Egilsson, leikari, leikskáld og leikstjóri, við Tinnu Gunnlaugsdóttur sem var þjóðleikhússtjóri frá ársbyrjun 2005 til ársloka 2014. Spjallið var tekið upp í nóvember 2020.