Hljóðleikhúsið – Skugga-Sveinn
Valin brot úr Skugga-Sveini, eftir Matthías Jochumsson í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.
Flutt í beinni útsendingu úr Þjóðleikhúsinu 19. nóvember 2020.
Skugga-Sveinn eftir þjóðskáldið Matthías Jochumsson var fyrst sett á svið í Reykjavík árið 1862 og varla hefur nokkurt íslenskt leikrit verið leikið oftar hér á landi. Benedikt Erlingsson gerir hér eigin atlögu að verkinu og Karl Olgeir Olgeirsson sér um tónlistarstjórn. Sungin eru sönglög Jóns Ásgeirssonar sem samin voru fyrir sýningu Þjóðleikhússins 1984.
Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir (Skugga-Sveinn), Hilmir Snær Guðnason (Gudda, Gvendur smali), Hildur Vala Baldursdóttir (Ásta), Pálmi Gestsson (Sigurður í Dal), Örn Árnason (Jón sterki, Ketill skrækur), Bjarni Snæbjörnsson (Lárenzíus), Hákon Jóhannesson (Haraldur), Benedikt Erlingsson (Ögmundur útilegumaður, sögumaður).
Leikstjóri: Benedikt Erlingsson. Hljóðhönnun og hljóðstjórn: Aron Þór Arnarsson. Tónlistarstjórn og píanóleikur: Karl Olgeir Olgeirsson. Umsjón: Jón Stefán Sigurðsson.