Atómstöðin – endurlit. Snæfríður syngur Maístjörnuna í útsetningu Gísla Galdurs.
Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) semur, í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur leikstjóra, nýtt og framsækið sviðsverk byggt á skáldsögu Nóbelskáldsins afa síns. Í þessari leiksýningu skoðar ný kynslóð leikhúslistafólks verkið í sögulegu samhengi og skapar krassandi og ögrandi sýningu, fulla af húmor.
Gísli Galdur samdi tónlist og sá um tónlistarstjórn.