Vel heppnað tækninámskeið Þjóðleikhússins
Á dögunum stóð Fræðsludeild Þjóðleikhússins fyrir tækninámskeiði í samstarfi við Bandalag íslenskra áhugaleikfélaga. Námskeiðið var ætlað ljósa- og hljóðmönnum áhugaleikhúsa eða félagsmiðstöðva og þeim sem vinna með ljós og hljóð á öðrum vettvangi. Undirtektir voru frábærar og fylltist á bæði námskeiðin á nokkrum dögum og komust færri að en vildu. Kennarar voru tæknimenn hússins, þeir Halldór Örn Óskarsson, ljósameistari, Kristinn Gauti og Aron Þór og Kristján Sigmundur.
Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir tækninámskeiði af þessu tagi en af viðtökunum að dæma verða örugglega fleiri slík í nánustu framtíð. Uppástungur um frekara námskeiðshald eða fyrirspurnir um fræðlsumál má senda á Björn Inga Hilmarsson (bjorningi@leikhusid.is) en hann hefur nú tekið við sem forstöðumaður fræðsludeildar. Því starfi hefur Þórhallur Sigurðsson gegnt til fjölda ára og sinnt því af mikilli kostgæfni.