30. Jan. 2026

Ormstunga – Fræðslupakki

Fræðsludeild Þjóðleikhússins hefur sett saman viðamikinn fræðslupakka fyrir kennara og alla þá sem starfa við fræðslu og menntun ungmenna.

Í pakkanum eru tillögur að mismunandi verkefnum, æfingum og umræðum í tengslum við uppfærsluna sem kennurum er frjálst að nýta sér til undirbúnings fyrir sýninguna eða í eftirfylgni.

Í fræðslupakkanum er unnið með sagnaarfinn ásamt helstu þemum söngleiksins Ormstungu, persónum, textum og tónlist.

Pakkann má nálgast hér en einnig á síðu sýningarinnar.

 

Fræðslupakkinn

 

Ormstunga er glænýr og ferskur íslenskur söngleikur byggður á Gunnlaugs sögu ormstungu, sígildri sögu sem er í senn spennandi, fyndin og hjartnæm.

Höfundarnir eru af yngstu kynslóð leikhúslistafólks og ná með glæsilegum hætti að vinna úr menningararfi okkar í nútímalegu og heillandi formi.

Verkið er skrifað í anda hins heimsfræga stórsöngleiks Hamilton, sem ruddi brautina fyrir kraftmikinn samruna sögulegra atburða og krassandi tónlistar.

 

Um sýninguna
Opnunartími miðasölu
Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími