Kardemommubærinn – Leiksýning verður til
Ævintýraheimur leikhússins er heillandi. Ekki síst í augum ungra leikhúsunnenda sem hafa beðið frumsýningar á Kardemommubænum eftir Thorbjörn Egner í Þjóðleikhúsinu með mikilli eftirvæntingu. Þjóðleikhúsið og KrakkaRÚV veita ungum leikhúsunnendum og forvitnum krökkum nú einstakt tækifæri til að gægjast bak við tjöldin og sjá hvernig leiksýning verður til.