/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Gulli Briem

/

Gulli Briem er stofnmeðlimur hljómsveitarinnar Mezzoforte, sem naut mikillar velgengni um miðjan níunda áratuginn með plötunni Surprise Surprise og vinsælu smáskífunni Garden Party. Gulli nam klassískan slagverksleik, trommur og hljómfræði í FÍH og trommuleik við Musicians Institute í Los Angeles. Hann hefur gefið út nokkur verk, m.a. plötuna Liberté með ambient, rafmagns-, hljómsveitartónverkum með m.a. Vusi Mahlasela, Morten Harket og Simon Hale. Gulli hefur fimm sinnum hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin sem trommuleikari ársins. Hann hefur leikið inn á fjórar plötur með ungversku heimshljómsveitinni Djabe ásamt m.a. Steve Hackett. Gulli hefur komið fram á fjölda tónleika á Íslandi og víðs vegar um heiminn, m.a. með Djabe, Bubba Morthens og Gunnari Þórðarsyni. Hann vann með Madonnu að tveimur verkefnum.

Gulli Briem semur tónlist fyrir Yermu í Þjóðleikhúsinu og tekur þátt í sýningunni.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími