/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Una Torfadóttir

Höfundur, Leikari, Tónskáld og textahöfundur
/

Una Torfadóttir er ásamt Unni Ösp Stefánsdóttur höfundur söngleiksins Stormur sem Þjóðleikhúsið sýnir á Stóra sviðinu. Una er jafnframt höfundur laga í söngleiknum og höfundur tónlistar ásamt Hafsteini Þráinssyni, auk þess sem hún leikur í sýningunni.

Una Torfadóttir lauk stúdentsprófi af fornmálabraut Menntaskólans í Reykjavík árið 2019, en þar átti Herranótt, leikfélag skólans, hug hennar allan. Síðan þá hefur hún prófað sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og klæðskurðarnám í Tækniskólanum, og hefur síðustu ár starfað sem tónlistarkona. Lög Unu hafa notið mikillar velgengni og unnið til verðlauna. Árið 2023 var Una útnefnd söngvari ársins á íslensku tónlistarverðlaununum og fyrsta plata hennar, Flækt og týnd og einmana, hlaut Kraumsverðlaunin. Morgunblaðið útnefndi plötuna Sundurlaus samtöl poppplötu ársins 2024.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími