/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Kolfinna Nikulásdóttir

/

Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir Ást Fedru í Þjóðleikhúsinu.

Kolfinna útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2016 og starfar sem leikstjóri og leikskáld. Hún leikstýrði m.a. óperunni KOK eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur sem samin var við ljóð Kristínar Eiríksdóttur og sett upp af leikhópnum Svartur jakki á Óperudögum í Borgarleikhúsinu. Hún samdi leikritið The Last Kvöldmáltíð sem leikhópurinn Hamfarir sýndi í Tjarnarbíói. Hún gerði stuttmyndina SURPRISE sem tilnefnd var sem besta norræna stuttmyndin á Nordisk Panorama. Ást Fedru er frumraun Kolfinnu sem leikstjóri í Þjóðleikhúsinu.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími