Íris Tanja Í. Flygenring leikur í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020 í Þínu eigin leikriti - Tímaferðalagi og Shakespeare verður ástfanginn.
Íris Tanja útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Ísland vorið 2016.
Eftir útskrift hefur hún tekið þátt í margskonar verkefnum innan leiklistarinnar. Hún lék Veru í sjónvarpsþáttunum Föngum og Fenellu í bresku kvikmyndinni Iceland is Best.
Hún byrjaði ung að leika og lék í Drakúla hjá Leikfélagi Akureyrar sem barn og Brúðuheimili hjá Þjóðleikhúsinu. Lék í sjónvarpsþáttunum Dansskórnir sem sýndir voru á RÚV en hún æfði ballett í 13 ár hjá Listdansskóla Íslands. Hún dansaði í Svanavatninu í uppsetningu Helga Tómassonar með San Francisco Ballet í Borgarleikhúsinu.
Hún hefur einnig leikið í stuttmyndum og tekið þátt í ýmsum útvarpsleikritum, þar á meðal útvarpsleikritinu Lifun í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar, en verkið hlaut Grímuverðlaunin sem Útvarpsverk ársins 2017.