28. Jan. 2022

Sýningar hefjast að nýju 4. febrúar

Sýningar í Þjóðleikhúsinu munu hefjast á nýjan leik laugardaginn 4. febrúar. Búið er að gefa heimild fyrir 500 manna samkomum með eins metra nándarreglu  á milli óskyldra aðila og áfram ríkir grímuskylda.

Vertu úlfur og Kardemommubærinn halda áfram á Stóra sviðinu, ásamt því sem sýningin Ásta, eftir Ólaf Egil Ólafsson, muna færast á Stóra sviðið. Í Kjallaranum halda Góðan daginn, faggi, Sjitt ég er 60+ og Improv áfram göngu sinni auk þess sem Kanarí frumsýnir nýja sketsasýningu, en sjónvarpsþáttur þeirra á RÚV hefur vakið mikla athygli.

Gildandi takmarkanir

  • 500 manns í hólfi
  • Einn meter á milli óskyldra
  • Grímuskylda

Við erum ákaflega spennt í að fá gesti í leikhúsið aftur og getum ekki beðið eftir því að lífið færist hægt og rólega aftur í samt horf. Við viljum nota tækifærið og þakka leikhúsgestum okkar þolinmæðina og skilninginn.

Unnið er að því að senda miðaeigendum nýja miða og  rétt er að ítreka að gamlir miðar gilda ekki lengur. Henti nýjar dagsetning ekki geta leikhúsgestir óskað eftir tilfærslu á sýningardögum. Þessi reglugerð er í gildi  til og með 24. febrúar.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími