29. Des. 2021

Magnað ár að baki í sögu Þjóðleikhússins

Árið 2021 var magnað og margbreytilegt leikhúsár í Þjóðleikhúsinu. Við erum áhorfendum okkar óendanlega þakklát fyrir áhugann og stolt af ógleymanlegum minningum sem við sköpuðum saman, þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður. Þrátt fyrir allt tókst okkur að koma á svið ótal sýningum sem við erum stolt af og áhorfendur streymdu á öllum stundum sem það var heimilt.

 

Vertu úlfur eftir Héði Unnsteinsson í leikstjórn Unnar Aspar hreyf þjóðina og snerti áhorfendur djúpt. Þegar hafa verið sýndar yfir 80 sýningar á verkinu og ekkert lát er á áhuga.

Kafbáturinn, nýtt íslenskt barnaverk eftir Gunnar Eiríksson í leikstjórn Hörpu Arnardóttur tók börn og foreldra þeirra í ævintýrlegt ferðalag um undirdjúpin. Sýningin var valin barnasýning ársinsNashyrningar Ionesco í leikstjórn Benedikts Erlingssonar hristi rækilega upp í áhorfendum svo Álfahöllin nötraði og gagnrýnendur voru á einu máli.

Grímuverðlaunin voru haldin í júní venju samkvæmt en sýningar Þjóðleikhússins hlutu ótal verðlaun og tilnefningar. Vertu úlfur var ótvíræður sigurvegari Grímunnar þetta árið, var valin sýning ársins og hlaut auk þess verðlaun í flestum helstu flokkunum.

May be an image of one or more people and text

Rómeó og Júlía laðaði þúsundir ungmenna og tryggra leikhúsgesta í leikhúsið í nýrri kraftmikilli uppsetningu Þorleifs Arnar. Sýningin var stútfull af kraftmikilli tónlist sem einnig naut vinsælda utan leikhússins.

Klassíkin okkar – leikhúsveisla heillaði áhorfendur í Eldborg og heima í stofu í útsendingu RÚV.  Leikhústónlist þjóðarinnar ómaði í flutningi Sinfóniuhljómsveitar Íslands, söngvara og leikara Þjóðleikhússins.

Kardemommubærinn hélt áfram að heilla leikhúsgesti, unga sem aldna í einstaklega glæsilegri og vandaðri sviðsetningu Ágústu Skúladóttur. Sjötugustu sýningu var fagnað á dögunum en ekkert lát er á aðsókn.

Ásta sló rækilega í gegn í leikgerð og leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. Sýningin gengur enn fyrir troðfullu húsi.

Nýju Hádegisleikhúsi var hleypt af stokkunum og voru tvö ný íslensk verk frumsýnd, Út að borða með Esther í leikstjórn Grétu Kristínar og Rauða kápan í leikstjórn Hilmars Guðjónssonar.

Lára og Ljónsi – jólasaga er nýtt leikrit sem Guðjón Davíð Karlsson skrifaði upp úr geysivinsælum bókum Birgittu Haukdal. Sýningin sló í gegn og í nóvember og desember seldist upp á yfir 50 sýningar.
Jólaboðið er dásamlega falleg og hugljúf sýning sem Gísli Örn leikstýrði en verkið byggði á handriti hans og Melkorku Teklu. Áhorfendur gægjast inn á heimili fjölskyldu á aðfangadagskvöld á 100 ára tímabili.  Allar sýningar seldust upp og mun hún snúa aftur á aðventunni 2022.

Leikhúskjallarinn gekk í endurnýjun lífdaga

Það var heldur betur líf og fjör í endurnýjuðum Kjallara. Þar er nú hlúið að návíginu, gleðinni og hlátrinum og list augnabliksins gert hátt undir höfði, jafnt hinum hefðbundnari formum sem og þeim sem hafa í gegnum söguna dansað á jaðrinum og blómstrað í reykmet

Sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur Bjarna Snæbjörnssonar, Góðan daginn faggi, þar sem fertugur hommi leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag, sló rækilega í gegn.

Örn Árnason er þolinmóður maður. Eftir ítrakaðar tilraunir til þess að halda upp á 60 ára afmælið sitt, hafðist það loksins nær tveimur árum síðar að blása til veislu undir nafninu Sjitt ég er 60+. Og þvílík veisla hjá Erni, sem sýndi allar sínar bestu hliðar í einlægri og skemmtilegri sýningu þar sem alltaf var stutt í hláturinn.

Kanaríhópurinn samanstendur af grínistum, leikurum, sviðs- og handritshöfunduum sem hafa gert garðinn frægan með samnefndum sketsaþáttum á RÚV. Samnefnd sýning þeirra í Kjallaranum var einstaklega frumleg og skemmtileg.

Hádegisverkin tvö

Og eitthvað annað.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími