Hljómsveitin Eva - Jólatónleikar

Hljómsveitin Eva – Jólatónleikar

Það er myrkur svo serían sjáist, myrkur svo mómentið náist. Myrkrið og við og endalaust af mandarínum.
Svið
Kjallarinn
Dags.
12. des
Verð
4900 kr
Mandarínu-þú og Mandarínu-ég

Hljómsveitin Eva spilar inn jólin líkt og undanfarin ár. Með þeim koma fram geðprúðu gullmennin Brett Smith og Steindór Ingi Snorrason.

Tónleikagestir hafa þetta að segja: 

,,Að fara á jólatónleika með Hljómsveitinni Evu er svolítið einsog að vera í sumarbústað að vetri til með fólkinu sem þú elskar og þú laumast ein(n) út í pott með kalt hvítvín til að dást að næturstillunni og norðurljósunum. Dyrnar út á pall eru hálf opnar og þú heyrir fólkið þitt hlæja fyrir innan og þú hugsar með þér; djöfull er ég heppin(n)”  – Hannes Sasi Pálsson

,,Ég get sleppt jólahlaðborðinu, laufabrauðinu, piparkökunum, jólapökkunum og þess vegna jólatrénu en ég get ekki sleppt jólatónleikum hjá Hljómsveitinni Evu.“  – Ónefnd miðaldra kona úr Hlíðunum

,,Ég hlakka til allt árið að mæta á jólatónleikana hjá Hljómsveitinni Evu. Þar fæ ég að gleðjast og gráta og koma mér í jólagírinn.“ – Tinna Sverrisdóttir

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími