Tækninámskeið í Þjóðleikhúsinu
Fræðsludeild Þjóðleikhússins mun standa fyrir tækninámskeiðum dagana 1. – 3. okt. þar sem farið verður yfir helstu atriði er varða ljósatækni og hljóðtækni. Námskeiðið er ætlað ljósa- og hljóðmönnum áhugaleikhúsa, félagsmiðstöðva og þeirra sem vinna með ljós og hljóð á öðrum vettvangi.
Þáttakendur þurfa að hafa náð 16-17 ára aldri og hafa eitthvað fengist við ljósa- og hljóðvinnu áður. (Ekki byrjendanámskeið). Námskeiðið verður kennt í Þjóðleikhúsinu og leiðbeinendur er tæknimenn Þjóðleikhússins.
Námskeiðið stendur yfir dagana 1-3 okt. og er u.þ.b. 5 klst. Námskeiðið kostar kr. 20.000 per. þáttakanda fyrir hvort námskeið. Fjöldi þátttakanda miðast við 16 pers. Fyrstur kemur – fyrstur fær!
Kennt verður:
Fös. 1. okt:
18.00 – 19.30 (hljóð)
20.00 – 21.30. (ljós)
Lau. 2. okt.
11.30 – 13.00 (hljóð
13.30–15.00 (ljós)
Sun, 3. okt.
11.30 –13.00 (hljóð)
13.30-15.00 (ljós)
Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður barna og fræðsludeildar Björn Ingi Hilmarsson bjorn.ingi@leikhusid.is.