fbpx
Dagskrá á Stóra sviði Þjóðleikhússins
(V)ertu úlfur?
– listin að sjá hið sammannlega, samtal um geðheilbrigði utan hringsins
Svið
Stóra sviðið
Dags:
Mán. 20. sept.
Listafólk, aðilar úr geðheilbrigðisþjónustunni og áhorfendur koma saman

Þjóðleikhúsið í samstarfi við Geðhjálp, Hlutverkasetur, Geðlæknafélag Íslands og heilbrigðisráðuneytið stendur fyrir samtali um geðheilbrigði á Stóra sviði Þjóðleikhússins mánudagskvöldið 20. september kl. 20, í tengslum við hina geysivinsælu leiksýningu Vertu úlfur. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.


Leiksýning Þjóðleikhússins Vertu úlfur hefur notið ómældra vinsælda allt frá frumsýningu í byrjun þessa árs. Sýningin hlaut alls sjö Grímuverðlaun á liðnu vori, og var meðal annars valin leiksýning ársins. Umfjöllun sýningarinnar um geðheilbrigðismál hefur haft mikil áhrif, og af því tilefni verður efnt til samtals á Stóra sviði Þjóðleikhússins í samstarfi við Geðhjálp, Hlutverkasetur, Geðlæknafélag Íslands og heilbrigðisráðuneytið mánudagskvöldið 20. september kl. 20. Yfirskrift samtalsins er „(V)ertu úlfur? – listin að sjá hið sammannlega, samtal um geðheilbrigði utan hringsins“.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn, en panta þarf miða á leikhusid.is til að tryggja sér sæti.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin:
virka daga frá kl. 14 – 18
um helgar frá 12 – 18
opið til 2o á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími