
Sigga Eyrún ásamt jólatríói Kalla Olgeirs
Sigga Eyrún og Karl Olgeirsson syngja inn jólin í rólegheitastemningu ásamt Hannesi Friðbjarnarsyni (slagverk og söngur) og Þorgrími Jónssyni (kontrabassi). Lögin eru í útsetningum Karls Olgeirssonar sem er alls enginn Leppalúði þegar kemur að því að skapa fallega jólastemningu. Huggulegir, persónulegir og skemmtilegir jólatónleikar í fallega nýuppgerðum Þjóðleikhúskjallara.
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir: söngur
Karl Olgeirsson: söngur, rhodes og píanó
Hannes Friðbjarnarson: slagverk og söngur
Þorgrími Jónssyni: kontrabassi
