Rocky Horror

Rocky Horror

Leikfélag Vestmannaeyja
Höfundur
Richard O´Brien
Þýðandi
Veturliði Guðnason
Leikstjórn
Árni Grétar Jóhannsson
Miðaverð
6500 kr.
Tímasetning
10. júní kl. 19:00

Áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins frá Leikfélagi Vestmannaeyja

Rocky Horror – Frægasti kynuslasöngleikur heims ratar nú á fjalir Þjóðleikhússins í uppsetningu Leikfélags Vestmannaeyja. Það var fyrir 50 árum sem Rocky Horror var fyrst sett upp í Royal Court leikhúsinu í West End hverfi Lundúnaborgar. Síðan þá hefur söngleikurinn verið settur upp ótal sinnum, verið kvikmyndaður og nú síðast var uppsetning Leikfélags Vestmannaeyja valin áhugaverðasta áhugamannaleiksýningin árið 2023.

Áhorfendur hvattir að taka þátt

Við stígum með þeim Brad og Janet inn í kastala geimverunnar Frank N´Furters á afar sérstöku kvöldi. Þar kynnumst við mörgum kynlegum kvistum, upplifum kyntjáningu, kynhneigðir og kynusla fara upp og niður, út og suður, beygjast og bogna, teygjast og togna. Mörk eru könnuð og óravíddir mannlegs eðlis skoðuð. Allt í gegnum söng, dans, leik og rokk og ról.

Áhorfendur eru hvattir að taka þátt, syngja með og leyfa kynuslanum að streyma um æðar sér.

Hljómsveit

Hljómsveit: Molda ásamt vel völdum listamönnum þeim Birgi Nielsen á trommur, Sigurmundi Einarssyni á saxófón , Kristni Guðmundssyni á gítar og Páli Viðari Kristinssyni á hljómborð

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími