Málþing um Ástu Sigurðardóttur

Málþing um Ástu Sigurðardóttur

Lesstofan í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Málþing um listakonuna Ástu Sigurðardóttur verður haldið sunnudaginn 21. nóvember, á vegum Lesstofunnar í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Málþingið verður haldið kl. 14-18 í Kassanum í Þjóðleikhúsinu og aðgangur er ókeypis en panta þarf miða.

Málþingið er haldið í tengslum við útgáfu nýs greinasafns, „Ástusögur. Um líf og list Ástu Sigurðardóttur“. Bókin er gefin út á vegum Lesstofunnar og ritstjórar eru Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir. Bókin inniheldur efni eftir fræðikonur, rithöfunda og börn Ástu. Fjallað er um ævi Ástu, smásögur, ljóð og myndir, auk þess sem sjö skáldkonur, innblásnar af verkum Ástu, yrkja ljóð eða skrifa smásögur í bókina.

 

Á málþinginu munu nokkrir höfundar bókarinnar stíga á stokk og lesnir verða upp textar eftir Ástu sjálfa. Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir ritstjórar kynna verkið en aðrir fyrirlesarar eru Kolbeinn Þorsteinsson, Silja Aðalsteinsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Soffía Auður Birgisdóttir og Bergljót Soffía Kristjánsdóttir. Jórunn Sigurðardóttir les úr verkum Ástu og skáldkonurnar Kristín Ómarsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Alda Björk Valdimarsdóttir og Guðrún Hannesdóttir lesa nýjan skáldskap sinn.

Dagskrá

 • Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir – Kynning
 • Jórunn Sigurðardóttir – Upplestur
 • Kolbeinn Þorsteinsson og Silja Aðalsteinsdóttir – Ásta Sigurðardóttir – móðir og skáld: Útgáfusaga
 • Kristín Ómarsdóttir – Upplestur
 • Dagný Kristjánsdóttir – Ásta verður til: Um ímynd og höfundarvirkni Ástu Sigurðardóttur
 • Sigurbjörg Þrastardóttir – Upplestur
 • Linda Vilhjálmsdóttir – Upplestur

Hlé

 • Soffía Auður Birgisdóttir – „– og það út af stelpu!“: Um „Súpermann“ eftir Ástu Sigurðardóttur
 • Alda Björk Valdimarsdóttir – Upplestur
 • Bergljót Soffía Kristjánsdóttir – „aðeins í laumi kemst þá ljóð á blað“: Um Ástu Sigurðardóttur, kveðskap hennar og tímana sem hún lifði
 • Guðrún Hannesdóttir – Upplestur
 • Dagný Þorsteinsdóttir – Mamma mín, minning mín
 • Jórunn Sigurðardóttir – Upplestur
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími