Skóli lífsins
Skóli lífsins er splunkunýtt og ferskt uppistand Jakobs Birgissonar í Þjóðleikhúskjallaranum. Sýningin hefur hlotið góðar viðtökur og alltaf er fullt út úr dyrum.
„Annað eins talent hef ég ekki séð áður.” — Ari Eldjárn, uppistandari.
„Klikkað fyndið. Mæli dúndurmikið með.” —
Þórdís Gísladóttir, rithöfundur og skáld.
„Soldið mikið frábært uppistand.” — Hugleikur Dagsson, uppistandari og skopmyndateiknari.
Jakob kom sem stormsveipur á sjónarsviðið haustið 2018, þá aðeins tvítugur. Síðan þá hefur hann haldið fjölda sýninga og skemmt fólki um land allt..