Föstudagskabarett

Föstudagskabarett

Gleðistund í Kjallaranum
5. nóv
17:00-19:00
Svið
Kjallarinn
Þjóðleikhúskjallarinn, nýjasta klassabúlla bæjarins býður þér á kabaretthlaðborð fyrsta föstudag í hverjum mánuði þar sem goðsagnirnar Margrét Erla Maack (Miss Mokki) og Siggi Starr (Gógó Starr) raða saman búrleski, kabarett, sirkus, dragi, uppistandi og öllu kynþokkafyllsta listafólki Kjallarans.
Aðgangur er ókeypis og hleypt inn á meðan húsrúm leyfir. Drykkjar- og barsnakkseðillinn skartar sínu fegursta og um að gera að mæta tímanlega til að fá sæti. Húsið er opnað kl. 17 og fjörið hefst stuttu síðar. Við minnum á 20 ára aldurstakmark.
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími