Árar, álfar og tröll

Árar, álfar og tröll

Ævintýri um mikilvæga sögu. Hátíðarsýning á 90 ára afmæli Sólheima
Frumsýnt 23. maí, 2021
Leikstjóri
Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson
Svið
Stóra sviðið
LENGD
60 mínútur
Leikfélag Sólheima sýnir verkið Árar, álfar og tröll: Sólheimaævintýri í Þjóðleikhúsinu.

Leikritið var frumsýnt í Sólheimaleikhúsinu á sumardaginn fyrsta, þann 22.apríl og voru sýningarnar fimm talsins. Sýningin sló rækilega í gegn og varð uppselt á allar sýningarnar. Verkið er skrifað af Hannesi Blandon og Guðmundi Lúðvík Þorvaldssyni en Lárus Sigurðsson gerði tónlistina. Verkið er skrifað sérstaklega í tilefni 90 ára afmælis Sólheima, er byggt á sögu Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur stofnenda Sólheima og sett í ævintýra búning. 

Guðmundur leikstýrir einnig verkinu en hann er leikfélaginu að góðu kunnur þar sem þetta er í fimmta sinn sem hann leikstýrir á Sólheimum. Fjöldi íbúa Sólheima kemur að verkinu bæði í leikhlutverkum og bakvið tjöldin.

Hátíðarsýning á 90 ára afmæli Sólheima

Verkið er ævintýri sem fjallar um baráttukonuna Sesselju sem á sér þann draum að opna barnaheimili þar sem allir geta lifað í sátt og samlyndi en þarf til þess fyrst að takast á við konungsríkið og alls kyns verur, svo sem álfa og tröll. Leikfélag Sólheima var stofnað 1931 og á því 90 ára afmæli í ár. Löng hefð er á því að frumsýna á sumardaginn fyrsta og var engin undantekning í ár. Leikhópurinn er sérstaklega spenntur fyrir hátíðarsýningu í Þjóðleikhúsinu á 90 ára afmæli sínu.

Leikarar


Persónur í þeirri röð sem þær birtast:

Sesselja: Helga Þórunn Pálsdótti
Pabbi:  Sigtryggur Einar Sævarsson
Runálfur:  Kristján Atli Sævarsson
Steinar: Arnar Ingi Richardsson
Kóngur: Hallbjörn Valgeir Rúnarsson
Drottning: Dagný Davíðsdóttir
Kona í tötrum í höll: María K. Jacobsen
Kona í tötrum í höll:  Dísa Sigurðardóttir
Kona í tötrum í höll:  Ingibjörg S. Hákonardóttir
Drengur í höll: Kári Guðjónsson Baecker
Drengur í höll:  Davíð Máni Karlsson
Tröllskessan Solla:  Anna María Daníelsdóttir
Tröllkarlinn Kári: Skarphéðinn Guðmundsson
Stúlka í Tröllagarði:  Þorbjörg Ásta Hallbjarnardóttir
Stúlka í Tröllagarði:  Sigurrós Tinna Bolladóttir
Þýskur ljósálfur: Anika Baecker
Þýskur ljósálfur: Guðlaug Jónatansdóttir
Þýskur ljósálfur: Guðrún Lára Aradóttir
Þýskur ljósálfur:  Erla Björk Sigmundsdóttir
Þýskur ljósálfur: Berglind Hrafnkelsdóttir
Þýskur ljósálfur: Leó A. Grönvald Einarsson
Nói: Skarphéðinn Guðmundsson
Durtur: Hannes Blandon
Svartálfur – ráðgjafi kóngs: Anna María Daníelsdóttir
Svartálfur – ráðgjafi kóngs: Hulda Svanhildur Björnsdóttir
Vörður í höll: Rúnar Þór Birgisson
Vörður í höll: Kamma Viðarsdóttir
Vörður í höll: Ingólfur Andrason
Skeytaálfur: Ólafur Hauksson
Syrtla: Árný Rún Helgadóttir
Völva: Íris L. Blandon

Listrænir stjórnendur

Leikrit eftir: Hannes Blandon og Guðmund Lúðvík Þorvaldsson

Leikstjóri: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson

Tónlistarstjóri og tónskáld: Lárus Sigurðsson

Leikmynd: Anika Baecker
Gerhard König
Guillame Jean-Francois Boider
Hallbjörn V. Rúnarsson
Javi Barroza
Lisa Maculan
Lisa Saga
Valgeir Fridolf Backman

Búningar, smink og gervi: Lisa Saga, Anna María Danélsdóttir, Edda Guðmundsdóttir

Leikskrá: Hallbjörn V. Rúnarsson

Alt Muligt mand: Valgeir Fridolf Backman

Stjórn Leikfélags Sólheima:
Hallbjörn V. Rúnarsson, formand
Þorvaldur Kjartansson, gjaldkeri
Dagný Davíðsdóttir, ritari
Bragi Svavarsson
Skarphéðinn Guðmundsson
Helga Þórunn Pálsdóttir

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími