/
Námskeið
Tækni og sýningarstjórnun

Tvö námskeið verða haldin í Þjóðleikhúsinu.

 

Helgina 15. og 16. mars verða haldin námskeið í sýningarstjórnun annars vegar og tækni leikhússins hins vegar.

Námskeiðin verða kennd af sýningarstjórum og tæknimönnum hússins og verða kennd í Þjóðleikhúsinu.

 

Skráning hér

 

Tækninámskeið – Ljós og hljóð

 

Laugardagur 15. mars  – Ljós –  09:30 – 12:30 og 13:30-15:00

Sunnudagur 16. mars  – Hljóð – 09:30 – 12:30 og 13:30 -15:00

Námskeiðið fer fram í Þjóðleikhússins.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15 manns.

Verð: 28.000

 

Námskeiðið er ætlað ljósa og hljóðmönnum áhugaleikhúsa /  framhaldsskólaleikfélaga og þeirra sem vinna með ljós/hljóð á öðrum vettvangi.

Þáttakendur þurfa að hafa náð 16-17 ára aldri og helst að hafa eitthvað fengist við ljósa eða hljóðvinnu áður

Námskeiðið fer fram í Þjóðleikhúsinu og leiðbeinendur eru tæknimenn Þjóðleikhússins.

 Ljósanámskeið:

Verkfærin / ljósin Hverskonar ljós er maður að vinna með og hvernig notar maður þau. Ljósmagn, skerpa, vinklar, ofl.

Litir og notkun þeirra: Hvaða hughrif þeir búa til ofl. varðandi litanotkun

Notkun filtera.  LED ljós / ekki LED ljós?

Vinnuferlið:  Á hverju byrjar maður? (Grunnur).

Hvert sækir maður innblástur og hvernig styður maður við verkið og eykur áhrif á áhorfendur.

Samstarf við listræna stjórnendur

 

Hljóðnámskeið:

Hvað er hljóð, hvernig ferðast það um rými og hvernig getur maður nýtt sér það í praktík?

Uppstilling hljóðkerfa, uppmögnun og þráðlaust hljóð. (Þráðlausir hljóðnemar og in-ear)

Hljóðvinnsla fyrir lifandi viðburði, Q-lab, hljóðeffektar, forritun mixera  og samtenging tækja. (show control)

Hvert sækir maður innblástur og hvernig styður maður við verkið og eykur áhrif á áhorfendur.

Samstarf við listræna stjórnendur

Sýningarstjóranámskeið

 

Laugardaginn 15. Mars kl. 09:30 – 15:00

Sunnudaginn 16. Mars kl. 09:30 – 15:00

Námskeiðið fer fram í Þjóðleikhúsinu.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15 manns. 

Verð: 28.000

Námskeið sem hentar vel fyrir nefndarmeðlimi leikfélaga sem og þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á verkefna- og sýningarstjórnun og efla færni sína í skipulagi, samskiptum og lausnamiðaðri hugsun í lifandi sviðslistum.

Hvað gerir sýningarstjóri? Þetta námskeið veitir innsýn í hlutverk og ábyrgð framleiðslustjóra og sýningarstjóra í leikhúsi og útskýrir hvernig þau tryggja að ferlið sé samstillt og gangi hnökralaust.

  • Skipulag og framkvæmd sýninga: Farið verður í gegnum skipulag og framkvæmd sýninga á öllum stigum framleiðsluferilsins, frá undirbúningi æfinga til loka sýningar.
  • Samskipti og samstarf: Hvernig á að eiga árangursrík samskipti við leikstjóra, leikara, tæknifólk og aðra í skapandi teymi.
  • Notkun handrits og verkfæra: Lært um notkun handrits og annarra verkfæra sem sýningarstjóri notar til að halda utan um æfingar og sýningar.
  • Að takast á við óvæntar aðstæður: Námskeiðið útskýrir hvernig sýningarstjórar eru lykilpersonur í að leysa óvænt vandamál á sviði eða í æfingum og hvernig á að bregðast við breytingum eða óvæntum atvikum á sýningum eða æfingum.
  • Tæknileg og skapandi samvinna: Farið verður í hvernig sýningarstjóri þarf að hafa yfirsýn yfir tæknilega og skapandi þætti sýningarinnar, svo sem lýsingu, hljóð, leikmynd og búninga, og tryggja að þau komi saman á réttum tíma.

 

Kennarar eru sýningarstjórar Þjóðleikhússins.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími