/
Námskeið
Tækni og sýningarstjórnun

Þrjú námskeið verða haldin í Þjóðleikhúsinu leikárið 2025 – 2026.

 

Áhugaleikfélög sem og leikfélög framhaldsskóla landsins eru mikil auðlynd og sinna gríðarlega mikilvægu starfi um allt land. Námskeiðin eru liður í að nýta þá þekkingu og hæfni sem býr í Þjóðleikhúsinu til þess í að styrkja og valdefla þá starfsemi og þar með leikhúsmenningu landsins til framtíðar.

Þann 27. september verður haldið námskið í framleiðslu og verkefnastjórnun.

Helgina 21. og 22. febrúar verða haldin námskeið í sýningarstjórnun annars vegar og ljósa- og hljóðhönnun hins vegar.

Námskeiðin verða kennd af sýningarstjórum og tæknimönnum hússins og verða kennd í Þjóðleikhúsinu.

Námskeið í framleiðslu sviðsverka

Laugardaginn 27. september – Kl. 09:30 – 15:00

Námskeiðið fer fram í Þjóðleikhúsinu.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15 manns. 

Verð: 14.000 krónur

Námskeið sem hentar vel fyrir nefndarmeðlimi leikfélaga sem og þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á verkefnastýringu og framleiðslu leiksýninga sem á sér stað áður en æfingarferli hefst, sem og eftirfylgni á framleiðsluferlinu fram að frumsýningu. Einnig fá þátttakendur tækifæri á að efla færni sína í skipulagi, samskiptum og lausnamiðaðri hugsun í lifandi sviðslistum.

Farið verður yfir:

  • Hlutverk framleiðandans / framleiðslustjórans.
  • Hugmyndavinnan, val á verkefni og starfsfólki
  • Undirbúningsvinna: rýmið, höfundarréttur o.fl.
  • Fjármögnun verkefna og fjármálastjórnun
  • Að setja upp framleiðsluferli og gerð framleiðsluáætlunar
  • Markaðssetning sýninga
  • Áhættustjórnun og öryggi í framleiðslu
  • Verkefnastjórnun framleiðsluferla, úthlutun tíma, samskipti o.fl.

Kennari er Máni Huginsson, framleiðslustjóri Þjóðleikhússins.

SKRÁÐU ÞIG HÉR!

Tækninámskeið – Ljós og hljóð

 

Laugardagur 21. febrúar  – Ljós –  09:30 – 12:30 og 13:30-15:00

Sunnudagur 22. febrúar  – Hljóð – 09:30 – 12:30 og 13:30 -15:00

Námskeiðið fer fram í Þjóðleikhússins.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15 manns.

Verð: 28.000 krónur

Skráning verður auglýst síðar

 

Námskeiðið er ætlað ljósa og hljóðmönnum áhugaleikhúsa /  framhaldsskólaleikfélaga og þeirra sem vinna með ljós/hljóð á öðrum vettvangi.

Þáttakendur þurfa að hafa náð 16-17 ára aldri og helst að hafa eitthvað fengist við ljósa eða hljóðvinnu áður

Námskeiðið fer fram í Þjóðleikhúsinu og leiðbeinendur eru tæknimenn Þjóðleikhússins.

 Ljósanámskeið:

Verkfærin / ljósin Hverskonar ljós er maður að vinna með og hvernig notar maður þau. Ljósmagn, skerpa, vinklar, ofl.

Litir og notkun þeirra: Hvaða hughrif þeir búa til ofl. varðandi litanotkun

Notkun filtera.  LED ljós / ekki LED ljós?

Vinnuferlið:  Á hverju byrjar maður? (Grunnur).

Hvert sækir maður innblástur og hvernig styður maður við verkið og eykur áhrif á áhorfendur.

Samstarf við listræna stjórnendur

 

Hljóðnámskeið:

Hvað er hljóð, hvernig ferðast það um rými og hvernig getur maður nýtt sér það í praktík?

Uppstilling hljóðkerfa, uppmögnun og þráðlaust hljóð. (Þráðlausir hljóðnemar og in-ear)

Hljóðvinnsla fyrir lifandi viðburði, Q-lab, hljóðeffektar, forritun mixera  og samtenging tækja. (show control)

Hvert sækir maður innblástur og hvernig styður maður við verkið og eykur áhrif á áhorfendur.

Samstarf við listræna stjórnendur

Sýningarstjóranámskeið

 

Laugardaginn 21. febrúar kl. 09:30 – 15:00

Sunnudaginn 22. febrúar kl. 09:30 – 15:00

Námskeiðið fer fram í Þjóðleikhúsinu.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15 manns. 

Verð: 28.000 krónur

Skráning verður auglýst síðar

Námskeið sem hentar vel fyrir nefndarmeðlimi leikfélaga sem og þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á sýningarstjórnun og efla færni sína í skipulagi, samskiptum og lausnamiðaðri hugsun í lifandi sviðslistum.

Hvað gerir sýningarstjóri? Þetta námskeið veitir innsýn í hlutverk og ábyrgð sýningarstjóra í leikhúsi og útskýrir hvernig þau tryggja að ferlið sé samstillt og gangi hnökralaust.

  • Tæknileg stjórnun æfinga og sýninga
  • Hlutverk sýningarstjórans
  • Undirbúningur og skipulagning æfinga, æfingaáætlun o.fl.
  • Æfingastjórnun, vinna á æfingum og samskipti.
  • Gerð keyrsluhandrits.
  • Sviðsstjórnun, leikmunavarsla o.fl.
  • Að keyra sýningu.
  • Öryggismál á sviði, stöðvun sýninga.

 

Kennarar eru sýningarstjórar Þjóðleikhússins.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími