/
Viltu vita meira?

Fróðleikur af ýmsu tagi – umræður um sýningar og fjölbreytt námskeið.

Við leggjum okkur fram um að opna heim leikhússins fyrir almenningi og bjóða upp á fræðslu af ólíku tagi.

Ávallt er boðið upp á umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu á uppfærslum leikhússins fyrir fullorðna.

Í samstarfi við Endurmenntun HÍ stöndum við fyrir fjölbreyttum námskeiðum um leiksýningar.

Við tökum þátt í umræðum um leiksýningar á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Í Leikhúshlaðvarpinu má hlýða á ýmiss konar fróðleik og skemmtileg viðtöl.

Hópar geta pantað skoðunarferðir um leikhúsið á fraedsla@leikhusid.is.

 

Umræður eftir 6. sýningu

Þjóðleikhúsið býður upp á 20 mínútna umræður með þátttöku listamanna og áhorfenda eftir 6. sýningu á uppfærslum leikhússins fyrir fullorðna.

Frábært tækifæri til að ræða við listafólkið, fræðast og gefa leikhúsheimsókninni aukið gildi.

Námskeið hjá Endurmenntun HÍ

Í samstarfi við Endurmenntun HÍ bjóðum við upp á fræðandi og skemmtileg námskeið af ýmsu tagi:

Þjóðleikhúsið – byggingin, lífið og listin í leikhúsinu.
Kennarar: Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri, Pétur H. Ármannsson arkitekt og Ásdís Þórhallsdóttir leiksviðsstjóri. Þátttakendur kynnast Þjóðleikhúsbyggingunni í sögulegu samhengi, fara í skoðunarferð, öðlast innsýn í vinnuna baksviðs og kynnast því hvernig leikhúsgaldurinn verður til.

Draumaþjófurinn og töfrar leikhússins.

Bráðskemmtilegt námskeið fyrir börn og fullorðna! Hinn eini sanni Gunnar Helgason leiðir okkur inn í ævintýrið sem hann skapaði og fræðir okkur um það hvernig leiksýning verður til, ásamt Björk Jakobsdóttur leikgerðarhöfundi og Ilmi Stefánsdóttur leikmyndahöfundi. Við kynnumst leikhúsinu að tjaldabaki og sjáum svo hina glænýju leiksýningu byggða á samnefndri bók!

Hvað sem þið viljið.

Karl Ágúst Úlfsson þýðandi fjallar um þennan bráðskemmtilega gamanleik Shakespeares og glímu þeirra Ágústu Skúladóttur leikstjóra við að aðlaga hann að samtímanum. Fyrirlestur, lokaæfing og umræður.

Góðan daginn, faggi. Námskeið í samstarfi við Samtökin´78 í tengslum við þessa áhrifamiklu sýningu sem tilnefnd var til tvennra Grímuverðlauna

Skráning á endurmenntun.is.

Leikhúshlaðvarpið

Í Leikhúshlaðvarpinu finnur þú hlaðvarpsþætti af ýmsu tagi sem tengjast starfsemi og sýningum Þjóðleikhússins.

Leiksýningar, Þjóðleikhúsið, leiklistarsagan, listamannaspjall, sviðstækni og margt fleira.

Kíktu á Leikhúshlaðvarpið HÉR, á Spotify eða öðrum hlaðvarpsveitum (podcast).

HLUSTA

Molière í 400 ár

400 ára afmælis hins mikla franska meistara gamanleikjanna Molières (1622-1673) er minnst víða, og Þjóðleikhúsið mun standa að tveimur viðburðum í tilefni af afmælinu í haust, í samvinnu við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við HÍ og Sendiráð Frakklands á Íslandi.

Málþing í Veröld, HÍ
Málþing um Molière með þátttöku innlendra og erlendra fræðimanna, og leiklestrar á brotum úr þýðingum Sveins Einarssonar á fimm leikritum Molières, 12. október kl. 17.

Leiklestur á Ímyndunarveikinni í Þjóðleikhúsinu
Leiklestur í Kassanum á Ímyndunarveikinni í nýrri þýðingu Sveins Einarssonar og leikstjórn Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur, 18. október kl. 20.

Skoðunarferðir um leikhúsið

Hópar geta pantað skoðunarferðir um leikhúsið, til að fræðast um bygginguna, starfið baksviðs og sögu leikhússins á fraedsla@leikhusid.is 

Samtal við leikhús

 

Umræður um leiksýningar í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Sjá nánar hér: Samtal við leikhús

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími