
Umræður, fræðsla og textun
Við opnum heim leikhússins og bjóðum upp á fræðslu af ólíku tagi
- Textun á ensku og íslensku á 7. sýningu verka á Stóra sviðinu (Ekki málið, Mútta Courage, Edda, Frost, Eltum veðrið).
- Umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu á uppfærslum leikhússins fyrir fullorðna.
- Skoðunarferðir um leikhúsið.
- Námskeið í sviðstækni fyrir áhugaleikfélög.
- Námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ um Draumaþjófinn, Eddu, Frost og Þjóðleikhúsið, sjá nánar á endurmenntun.is.

Umræður eftir 6. sýningu
Þjóðleikhúsið býður upp á 20 mínútna umræður með þátttöku listamanna og áhorfenda eftir 6. sýningu á uppfærslum leikhússins fyrir fullorðna.
Frábært tækifæri til að ræða við listafólkið, fræðast og gefa leikhúsheimsókninni aukið gildi.

Námskeið hjá Endurmenntun HÍ
Í samstarfi við Endurmenntun HÍ bjóðum við upp á fræðandi og skemmtileg námskeið af ýmsu tagi:
Þjóðleikhúsið baksviðs – byggingin, lífið og listin í leikhúsinu
Kennarar: Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri, Pétur H. Ármannsson arkitekt og Ásdís Þórhallsdóttir leiksviðsstjóri. Þátttakendur kynnast Þjóðleikhúsbyggingunni í sögulegu samhengi, fara í skoðunarferð, öðlast innsýn í vinnuna baksviðs og kynnast því hvernig leikhúsgaldurinn verður til.
Draumaþjófurinn og töfrar leikhússins
Bráðskemmtilegt námskeið fyrir börn og fullorðna! Hinn eini sanni Gunnar Helgason leiðir okkur inn í ævintýrið sem hann skapaði og fræðir okkur um það hvernig leiksýning verður til, ásamt Björk Jakobsdóttur leikgerðarhöfundi og Ilmi Stefánsdóttur leikmyndahöfundi. Við kynnumst leikhúsinu að tjaldabaki og sjáum svo hina glænýju leiksýningu byggða á samnefndri bók!
Frost
Skemmtilegt námskeið fyrir alla fjölskylduna á vormisseri!
Edda
Fyrirlestur, heimsókn á æfingu á Eddu og miði á lokaæfingu.
Skráning á endurmenntun.is.

Skoðunarferðir um leikhúsið
Hópar geta pantað skoðunarferðir um leikhúsið, til að fræðast um bygginguna, starfið baksviðs og sögu leikhússins.
Frekari upplýsingar á fraedsla@leikhusid.is

Leikhúshlaðvarpið
Í Leikhúshlaðvarpinu finnur þú hlaðvarpsþætti af ýmsu tagi sem tengjast starfsemi og sýningum Þjóðleikhússins.
Leiksýningar, Þjóðleikhúsið, leiklistarsagan, listamannaspjall, sviðstækni og margt fleira.
Kíktu á Leikhúshlaðvarpið HÉR, á Spotify eða öðrum hlaðvarpsveitum (podcast).
HLUSTA