fbpx
/
Viltu vita meira? Námskeið og fræðsla
/
Viltu vita meira? Námskeið og fræðsla
/
/
Umræður eftir 6. sýningu

Þjóðleikhúsið býður upp á 20 mínútna umræður með þátttöku listamanna og áhorfenda eftir 6. sýningu á uppfærslum leikhússins fyrir fullorðna. Frábært tækifæri til að ræða við listafólkið, fræðast og gefa leikhúsheimsókninni aukið gildi.

/
/
Leikhúshlaðvarpið

Í Leikhúshlaðvarpinu finnur þú hlaðvarpsþætti af ýmsu tagi sem tengjast starfsemi og sýningum Þjóðleikhússins.

Leiksýningar, Þjóðleikhúsið, leiklistarsagan, listamannaspjall, sviðstækni og margt fleira.

Kíktu á Leikhúshlaðvarpið HÉR, á Spotify eða öðrum hlaðvarpsveitum (podcast).

/
/
Námskeið um leiksýningar í samstarfi við Endurmenntun HÍ

Þjóðleikhúsið og Endurmenntun HÍ bjóða upp á fjögur spennandi námskeið á leikárinu. Þátttakendur hlýða á fyrirlestra, koma í heimsókn á æfingu, sjá forsýningu og taka þátt í umræðum með listafólkinu. Skráning á endurmenntun.is.

Framúrskarandi vinkona

Hrífandi leikverk byggt á hinum geysivinsælu Napólí-sögum Elenu Ferrante í leikstjórn Yaël Farber.

Kennarar: Guðrún Vilmundardóttir og Hrafnhildur Hagalín.

Sjá nánar HÉR.

Ásta

Ólafur Egill Egilsson leikstýrir eigin leikverki byggðu á ögrandi list og litríku lífshlaupi Ástu Sigurðardóttur.

Kennarar: Guðrún Steinþórsdóttir, Sigrún Margrét Guðmundsdóttir og Ólafur Egill Egilsson.

Vertu úlfur!

Nærgöngul og ögrandi sýning um geðheilbrigði innblásin af samnefndri bók Héðins Unnsteinssonar. Leikgerð og leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir.

Kennarar: Héðinn Unnsteinsson og Unnur Ösp Stefánsdóttir.

Hvernig verður leiksýning til? Rómeó og Júlía

Í tengslum við uppsetningu Þorleifs Arnar Arnarssonar á meistaraverki Shakespeares kynnast þátttakendur ferlinu við uppsetningu leiksýningar. Listafólk segir frá því hvernig leiksýning mótast og farið verður í forvitnilegar leikhúsheimsóknir.

Umsjón: Björn Ingi Hilmarsson.

/
/
Námskeið í lýsingu og hljóðvinnslu

Í haust verður boðið upp á námskeið í lýsingu og hljóðvinnslu í Þjóðleikhúsinu, ætluð áhuga- og atvinnufólki með reynslu af tæknivinnu, í samstarfi við Bandalag íslenskra leikfélaga.

Sjá nánar HÉR.

/
/
Skoðunarferðir um leikhúsið

Hópar geta pantað skoðunarferðir um leikhúsið, til að fræðast um bygginguna, starfið baksviðs og sögu leikhússins, á midasala@leikhusid.is.

/
/
Táknmálstúlkun – Upphaf

Þjóðleikhúsið stuðlar að bættu aðgengi táknmálsnotenda að leikhúsinu, í samstarfi við Ástbjörgu Rut Jónsdóttur og Hraðar hendur, táknmálstúlka. Leiksýningin Upphaf verður flutt með táknmálstúlkun eitt sýningarkvöld þar sem heyrandi og Döff túlkar munu beita aðferðum skuggatúlkunar. Upplýsingar um sýningarkvöld munu birtast á heimasíðu Þjóðleikhússins, Facebooksíðunni Hraðar hendur táknmálstúlkar og deaf.is

/
/
Samtal við leikhús

Umræður um leiksýningar í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Sjá nánar hér: Samtal við leikhús

Opnunartími miðasölu
Opið frá 12-18 á virkum dögum Sýningardögum frá 12-20
Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími