/
Himnesk leikhúsveisla

Gerðu ennþá meira úr kvöldinu – njóttu himneskrar leikhúsveislu!

Stórsöngleikurinn Sem á himni verður sannkölluð leikhúsveisla. Þú getur gert ennþá meira úr kvöldinu með því að panta veitingar (með 48 klst. fyrirvara). Þeir sem panta veitingar fyrirfram eiga frátekið borð í leikhúsinu.

Ólafur Ágústsson yfirkokkur Þjóðleikhússins hefur um árabil verið í hópi fremstu matreiðslumanna landsins. Hann hefur starfað á ýmsum af helstu veitingastöðum landsins og verið hluti af kokkalandsliði Íslands svo fátt eitt sé nefnt.

Himnesk leikhúsveisla

Fyrir sýningu
Sjávarréttasúpa með saffran, fennel salati og rækjum.
Brauð og þeytt smjör

Í hléi
Smáréttaveisla; Grilluð kjúklingaspjót með sítrónukremi og graslauk
Sænskar kjötbollur og sultuð títuber
Kartöflusalat á snittu með silungahrognum og skarlottlauk

Svona pantar þú veitingar!

Skref 1

Opnaðu bókunarstaðfestingu sem þér barst í tölvupósti eftir miðakaup og smelltu á Skoða bókun

Skref 2

Smelltu á Panta veitingar og bættu við pöntunina þína því sem hugurinn girnist. Athugið að pantanir þurfa að berast í síðasta lagi 48 klst. fyrir sýningu.

Verið velkomin í Þjóðleikshúið

Forsalur Þjóðleikhússins hefur fengið mikla andlitslyftingu á undanförnum árum. Einnig hefur forsalur Kassans verið tekinn algerlega í gegn. Við hlökkum til að taka á  móti ykkur og munum leggja okkur fram um að gera ykkar heimsókn í leikhúsið að ánægjulegri upplifun.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími