/
Himnesk leikhúsveisla

Gerðu ennþá meira úr kvöldinu – njóttu veitinga í glæsilegum forsal leikhússins!

Stórsöngleikurinn Sem á himni verður sannkölluð leikhúsveisla. Þú getur gert ennþá meira úr kvöldinu með því að panta veitingar (með 48 klst. fyrirvara). Þeir sem panta veitingar fyrirfram eiga frátekið borð í leikhúsinu.

Ólafur Ágústsson yfirkokkur Þjóðleikhússins hefur um árabil verið í hópi fremstu matreiðslumanna landsins. Hann hefur starfað á ýmsum af helstu veitingastöðum landsins og verið hluti af kokkalandsliði Íslands svo fátt eitt sé nefnt.

Svona pantar þú veitingar!

Skref 1

Opnaðu bókunarstaðfestingu sem þér barst í tölvupósti eftir miðakaup og smelltu á Skoða bókun

Skref 2

Smelltu á Panta veitingar og bættu við pöntunina þína því sem hugurinn girnist. Athugið að pantanir þurfa að berast í síðasta lagi 48 klst. fyrir sýningu.

Verið velkomin í Þjóðleikshúið

Forsalur Þjóðleikhússins hefur fengið mikla andlitslyftingu á undanförnum árum. Einnig hefur forsalur Kassans verið tekinn algerlega í gegn. Við hlökkum til að taka á  móti ykkur og munum leggja okkur fram um að gera ykkar heimsókn í leikhúsið að ánægjulegri upplifun.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími