Fyrirkomulag vegna þátttöku barna í prufum og sýningum í Þjóðleikhúsinu 

Upplýsingar fyrir forráðamenn barna sem hyggjast taka þátt í leikprufum fyrir þátttöku í leiksýningunni Draumaþjófnum.

Þjóðleikhúsið er atvinnuleikhús og kappkostar að sviðsetja sýningar í hæsta gæðaflokki. Fagmennska og vönduð vinnubrögð eru í heiðri höfð. Stundum er börnum boðin þátttaka í sýningum leikhússins eins og raunin er nú við uppsetningu á Draumaþjófinum.

Listrænir stjórnendur, með leikstjórann í fararbroddi, hafa það hlutverk að velja þau börn sem helst eru talin henta  til þátttöku í sýningunni.  Við valið er horft er til margra ólíkra þátta sem byggja á faglegu mati listrænna stjórnenda á því hvaða einstaklingar eru líklegastir til að henta í þau tilteknu hlutverk sem leitað er að börnum í og hvaða einstaklingar eru líklegir til að standast þær kröfur sem vinnan krefst og njóta þess að taka þátt í því ævintýri sem vinnan í leikhúsinu er.

Leikhúsið leitar að samtals tólf börnum til að taka þátt í sýningunni Draumaþjófurinn.

Öllum börnum búsettum á Íslandi á aldrinum 9-13 ára er boðið að taka þátt með því að senda inn rafrænar upptökur með söng, leik og dansi. Við innsendingu þarf að skrá netfang og samþykki foreldra/forráðamans. Listrænir stjórnendur fara yfir allar prufurnar og fækka í hópi þeirra sem til greina koma.  Öll sem taka þátt fá svar í tölvupósti, á netfang forráðamans hvort þau komist áfram eða ekki. Ekki er mögulegt að útskýra fyrir hveru og einu sem ekki kemst áfram af hverju þau voru ekki valin til áframhaldandi þátttöku. Þeim sem komast áfram er boðið í áframhaldandi leikprufur sem geta verið rafrænar eða framkvæmdar í leikhúsinu.

Við lok prufuferlisins verður tólf börnum oger boðin þátttaka í sýningunni, nánari forsendr eru kynntar börnum og forráðamönnum og samningur gerður. Meðan á æfingum og sýningum stendur sjá sérstakir umsjónarmenn um börnin í leikhúsinu, aðstoða þau, styðja og gæta að öryggi þeirra og velferð.

Börn í sýningum fá greitt fyrir þátttöku sína skv sérstökum taxta þar um.  Gert er ráð fyrir að þátttakendur lagi frí og annað að sýningaráætlun leikhússins.  Fulltrúar leikhússins kappkosta að eiga í góðu sambandi við foreldra barnanna með það sameiginlega verkefni að börnin blómstri í verkefninu.

Leikhúsið hefur þá von að leiksýningin Draumaþjófurinn verði stórfengleg sýning sem muni hrífa áhorfendur á öllum aldri en jafnframt vera einstaklega ánægjuleg upplifun fyrir alla þátttakendur í verkefninu.

Meðferð gagna
Meðferð gagna er samkvæmt persónuverndarstefnu Þjóðleikhússins. Gögnin sem send eru inn eru vistuð á öruggu og aðgangsstýrðu svæði Þjóðleikhússins. Aðgang hafa einungis listrænir stjórnendur sýningarinnar auk valins hóps starfsmanna Þjóðleikhússins sem munu fara yfir prufurnar. Innsendingum verður eytt að prufum loknum.

Nánar um persónuverndarstefnu

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími