Upphaf – Kristín Þóra og Hilmar Guðjóns í viðtali við Auði Jónsdóttur
Nýtt hlaðvarp Þjóðleikhússins hefur göngu sína og í þriðja þættinum ræðir Auður Jónsdóttir, rithöfundur, við leikara verksins þau Kristínu Þóru Haraldsdóttur og Himar Guðjónsson.
Einstaklega vel skrifað nýtt leikrit, fyndið og ljúfsárt, um þrána eftir nánd og löngun til að eignast fjölskyldu. Verkið fjallar jafnframt um óttann við skuldbindingar og það að tengjast öðrum of sterkum böndum.
Leikritið var frumsýnt í Breska þjóðleikhúsinu í London fyrir þremur árum, hlaut einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda og hefur síðan verið sýnt við mikla hrifningu víða um heim.