13. Des. 2020

Leikstjóraspjall 2 – Vignir Rafn Valþórsson og Tinna Hrafnsdóttir í viðtali við Önnu Maríu eftir námskeið með Yaël Farber

Leikhúshlaðvarp Þjóðleikhússins flytur nú leikstjóraspjall í sex þáttum. Þjóðleikhúsið bauð í nóvember 2020 upp á master class námskeið fyrir leikstjóra. Kennari á námskeiðinu var hinn margverðlaunaði suður-afríski leikstjóri Yaël Farber, sem kom hingað til lands til að leikstýra Framúrskarandi vinkonu á Stóra sviðinu. Samvinnan við Farber hefur veitt leikhúslistafólki Þjóðleikhússins mikinn innblástur en vegna Covid-19 faraldursins þurfti að gera hlé á æfingum og fresta frumsýningu, og þá var ákveðið að bjóða fleiri íslenskum leikhúslistamönnum að kynna sér vinnuaðferðir Farber. Þrettán leikstjórar nutu leiðsagnar hennar á tveimur master class námskeiðum og í kjölfarið fengum við í Leikhúshlaðvarpinu Önnu Maríu Tómasdóttur, sem er aðstoðarleikstjóri Farber í Framúrskarandi vinkonu og var meðal þátttakenda á námskeiðinu, til að taka viðtöl við hina leikstjórana, tvo og tvo í senn, um starf leikstjórans og þann innblástur sem námskeiðið með Farber hefur veitt þeim.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími