22. janúar 2021

Kötturinn vill inn – lag eftir Prins Póló úr sýningunni Vertu úlfur

Kötturinn vill inn, eftir Prins Póló er annað af titillögum sýningarinnar Vertu úlfur.
Prinsinn og Emilíana Torrini, í samvinnu við Markétu Irglová, semja bæði ný lög fyrir sýninguna. Segja má að lögin endurspegli ólíkar hliðar geðhvarfa. Lag Emilíönu fangar hinar dekkri og viðkvæmari hliðar á meðan lag Prinsins endurspeglar oflætið. Lögin eru sungin við sama texta sem er jafnframt fyrsti texti Emilíönu Torrini sem saminn er á íslensku.
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími