17. Des. 2020

Ég hlakka svo til.

Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljómsveit Íslands tóku höndum saman á dögunum og hljóðrituðu nýja útgáfu af laginu Ég hlakka svo til, í útsetningu Hrafnkels Orra Egilssonar sellóleikara undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar hljómsveitarstjóra. Auk þess var tekið upp glæsilegt myndband þar sem listamenn beggja stofnana koma fram.

Í lok óvenjulegs og krefjandi árs lítur listafólk yfir farinn veg og horfir björtum augum fram á veginn. Sviðslistafólk landsins hefur ekki getað sinnt sínum hefðbundnu störfum, tónleikasalir og leikhús hafa að mestu verið lokuð frá því um miðjan marsmánuð. Myndbandið er því eins konar saknaðar-, þakkar- og tilhlökkunarkveðja á þessum tímamótum þegar hillir undir lok baráttunnar. Upptökur fóru fram í Hörpu og Þjóðleikhúsinu á síðustu vikum þar sem listamennirnir komu einir eða í litlum hópum og tóku sinn hluta upp í samræmi við gildandi takmarkanir. Verkefnið er alfarið unnið af starfsfólki þessara stofnana.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími