/
/

1.000 kr. afsláttur af miðum í forsölu fram á sunnudag. Gríptu gæsina!

Nú styttist í að ævintýrið hefjist. Draumaþjófurinn er glænýr, æsispennandi fjölskyldusöngleikur með litskrúðugum og skemmtilegum persónum. Sagan birtist hér í risavaxinni sviðsetningu með grípandi lögum, miklu sjónarspili og óviðjafnanlegum dansatriðum. Sýningin verður frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins 5. mars.

Kaupa miða á tilboði

 

Það er tilvalið að nýta tækifærið og tryggja fjölskyldunni allri, stórskostlega skemmtun á betra verði!

Ævintýraleg stórsýning byggð á einni vinsælustu barnabók síðustu ára 

Draumaþjófurinn byggir á bók Gunnars Helgasonar sem hrífur bæði börn og fullorðna. Leikgerð gerir Björk Jakobsdóttir, Stefán Jónsson leikstýrir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson semur nýja tónlist fyrir sýninguna.

Í Draumaþjófnum hverfum við inn í litríkan, spennandi og stórhættulegan söguheim sem á engan sinn líka! Hetjan okkar hún Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís – eða bara Eyrdís – þarf að taka á öllu sínu og uppgötva hugrekkið innra með sér þegar líf hennar umbreytist á svipstundu.

Í Draumaþjófnum hverfum við inn í litríkan, spennandi og stórhættulegan söguheim sem á engan sinn líka! Hetjan okkar hún Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís – eða bara Eyrdís – þarf að taka á öllu sínu og uppgötva hugrekkið innra með sér þegar líf hennar umbreytist á svipstundu.

Í Hafnarlandi er allt eins og það á að vera og rotturnar þekkja sinn sess í lífinu: Safnarar safna mat, Njósnarar njósna, Bardagarottur halda óvinum frá og Étarar éta og hafa það gott. Efst í virðingarstiganum gnæfir Skögultönn foringi sem öllu ræður.

En daginn sem Eyrdís dóttir Skögultannar gerir uppreisn tekur sagan óvænta stefnu. Rottuprinsessan litla neyðist til að flýja inn í Borgina þar sem hættur eru á hverju strái og framandi rottur leika lausum hala. Sjálfur Draumaþjófurinn er sendur til að bjarga henni – eða til að deyja!

Nánar um sýninguna

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími