/
Breytingar á sýningardögum
Hvernig breyti ég sýningardögum?

Leiðbeiningar um breytingar á miðum og leikhúskortum

Það er ekkert mál fyrir leikhúskortahafa og miðaeigendur að færa sýningardaga kjósi þeir það. Rétt er að árétta að breytingar þarf að gera með minnst 48 klst. fyrirvara.
Breytingar sýningum í leikhúskortum eða stökum miðum eru gerðar með sama hætti.

Kjósir þú frekar aðstoð miðasölu er hægt að senda línu á midasala@leikhusid.is eða hringja í síma: 551 1200.

#1 Staðfesingarpóstur

Opnaðu staðfestingarpóstinn sem þér barst eftir kaup

Í staðfestingarpósti sem þér barst um kaup á leikhúskorti eða miðum er flipi sem kallast “SKOÐA PÖNTUN”.

Smelltu á (sjá mynd)  til þess að komast inn í pöntun.

Athugið að við núverandi nándartakmarkanir, er aðeins hægt að breyta pöntunum sem innibera tvo miða eða tvö kort.

2# Breyta miðum

Inni í pöntun getur þú valið að breyta miðum

 

Nú opnast vefsíða þar sem þú getur skoðað þína pöntun. Þar er flipi “BREYTA MIÐUM” sem þú smellir á.

Sjáir þú ekki slíkan flipa geta verið fyrir því tvær ástæður
1  – ekki er búið að fastsetja sýningardaga
2 – uppselt er á alla sýningardaga

#3 Val á nýjum sýningardegi

Þegar þú smellir á sýningarheiti, opnast gluggi sem gerir þér kleift að velja annan sýningardag.

 

Athugaðu að sýningardagar eru merktir með litum eftir miðastöðu.

 = uppselt er á sýningu

= örfá sæti laus

= lausir miðar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími