/
Brecht í íslensku leikhúsi

Baal (1918/1923)

  • 1995 Baal. Leikfélagið Herranótt í MR. Þýðing: Halldór E. Laxness. Þýðing söngtexta: Hallgrímur Helgason. Leikstjórn: Halldór E. Laxness. Tónlist: Hlynur Aðils Vilmarsson.

 

Die Kleinbürgerhochzeit (1919/1926)

  • 1997 Smáborgarabrúðkaup. Leikfélag Selfoss. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Leikstjórn: Viðar Eggertsson.
  • 1988 Smáborgarabrúðkaup. Nemendaleikhús LÍ. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir.
  • 1975 Smáborgarabrúðkaup. Leikfélagið Herranótt í MR. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson.

Krítarhringurinn í Kákasus 1999

Die Dreigroschenoper (1928)

  • 2005   Túskildingsóperan. Þjóðleikhúsið. Þýðing: Davíð Þór Jónsson. Leikstjórn: Stefán Jónsson. Tónlist: Kurt Weill.
  • 2001   Túskildingsóperan. Nemendaleikhús LÍ. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Þýðing söngva: Þorsteinn Gylfason. Leikstjórn: Viðar Eggertsson. Tónlist: Kurt Weill.
  • 1995   Túskildingsóperan. Halaleikhópurinn. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson o.fl. Leikstjórn: Þorsteinn Guðmundsson.
  • 1994   Túskildingsóperan. Leikfélag Fljótsdalshéraðs. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson o.fl. Leikstjórn: Inga Bjarnason.
  • 1978   Túskildingsóperan. Leikfélag MH. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson o.fl. Leikstjórn: Stefán Baldursson.
  • 1978   Túskildingsóperan. Menntaskólinn á Laugarvatni. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson o.fl. Leikstjórn: Sigrún Björnsdóttir.
  • 1972   Túskildingsóperan. Þjóðleikhúsið. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Þýðing söngva: Þorsteinn frá Hamri, Böðvar Guðmundsson, Sveinbjörn Beinteinsson. Leikstjórn: Gísli Alfreðsson. Tónlist: Kurt Weill.
  • 1971   Túskildingsóperan. Leikfélag Akureyrar. Þýðing: Sigurður A. Magnússon. Þýðing söngva: Þorsteinn frá Hamri, Árni Björnsson, Böðvar Guðmundsson, Sveinbjörn Beinteinsson. Leikstjórn: Magnús Jónsson. Tónlist: Kurt Weill.
  • 1959   Túskildingsóperan. Leikfélag Reykjavíkur. Þýðing: Sigurður A. Magnússon. Leikstjórn: Gunnar Eyjólfsson. Tónlist: Kurt Weill.

Der Lindberghflug (1929)

  • 1964   Lindbergsflugið. Ríkisútvarpið. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhúskórinn og einsöngvarar. Þýðing: Þorsteinn Valdimarsson. Tónlist: Kurt Weill. Stjórnandi Páll P. Pálsson.

 

Happy End (1929)

  • 2004   Happy End. Sumarópera Reykjavíkur. Þýðing: Hrólfur Sæmundsson. Tónlistarstjórn: Sigtryggur Baldursson. Hljómsveitarstjórn: Vignir Þór Stefánsson. Leikstjórn: Kolbrún Halldórsdóttir. Handrit: Elisabeth Hauptmann. Söngtextar: Bertolt Brecht. Tónlist: Kurt Weill.

 

Aufstieg und Fall der Stadt Mahagonny (1929/1930)

  • 1992   Upphaf og endir Mahagonnýborgar. Leikfélag MH. Þýðing: Böðvar Guðmundsson. Leikstjórn: Halldór E. Laxness. Tónlist: Kurt Weill.

 

Die heilige Johanna der Schlachthöfe (1931/1959)

  • 1999   Heilög Jóhanna í sláturhúsunum. Ríkisútvarpið. Þýðing: Bjarni Jónsson. Þýðing söngtexta: Hjörtur Pálsson. Söngstjóri: Margrét Pálmadóttir. Leikstjórn: María Kristjánsdóttir.

 

Die Maßnahme (1930)

  • 1977     Úrræðið. Nemendaleikhús LÍ. Þýðing: Erlingur E. Halldórsson. Leikstjórn: Petr Micka. Tónlist: Fjóla Ólafsdóttir.

Die Ausnahme und die Regel (1930/1938)

  • 1998   Undantekningin og reglan. Ríkisútvarpið. Þýðing: Erlingur E. Halldórsson. Leikstjórn: Bjarni Jónsson.
  • 1977   Undantekningin og reglan. Nemendaleikhús LÍ. Þýðing: Erlingur E. Halldórsson. Leikstjórn: Petr Micka. Tónlist: Fjóla Ólafsdóttir.
  • 1969   Undantekningin og reglan. Leikfélag MH. Þýðing og leikstjórn: Erlingur E. Halldórsson.

 

Furcht und Elend des Dritten Reiches (1938)

  • 1999   Ótti og eymd Þriðja ríkisins. Þættirnir Gyðingakonan, Njósnarinn og Krítarkrossinn.  Skemmtihúsið. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Leikstjórn: Erlingur Gíslason.
  • 1988   Himnaríki Hitlers eða Ótti og eymd Þriðja ríkisins. Þættirnir Gyðingakonan, Spæjarinn og Krítarkrossinn. Litla leikfélagið Garði. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Leikstjórn: Þórir Steingrímsson.
  • 1983   Lofgjörð um efann. Stúdentaleikhúsið. Dagskrá úr verkum Brechts. Leiknir einþáttungarnir Betlarinn og hundurinn hans, Hinn jákvæði og hinn neikvæði og Spæjarinn (úr Ótta og eymd Þriðja ríkisins) í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar. Sigfús Daðason flutti tölu, lesin voru ljóð og smásögur og tónlist flutt.
  • 1975   Þátturinn Spæjarinn (Der Spitzel). Leikfélagið Herranótt í MR. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson.
  • 1967   Ótti og eymd Þriðja ríkisins: Þættirnir Gyðingakonan, Spæjarinn, Krítarkrossinn. Gríma. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Leikstjórn: Erlingur E. Halldórsson.
  • 1967   Listavaka hernámsandstæðinga: Brecht-kvöld. Leiknir þættir úr Ótta og eymd Þriðja ríkisins, Gyðingakonan, Spæjarinn og Þjóðaratkvæði og kvæði flutt. Sýnt í Lindarbæ. Leikstjórn: Erlingur E. Halldórsson. Þýðing leiktexta: Þorsteinn Þorsteinsson. Þýðing kvæða: Sigfús Daðason og Erlingur E. Halldórsson.

Túskildingsóperan

Die Gewehre der Frau Carrar (1937)

  • 1999   Frú Carrar geymir byssur. Ríkisútvarpið. Þýðing: Bríet Héðinsdóttir. Leikstjórn: Sigurður Skúlason.
  • 1978   Vopn frú Carrar. Þjóðleikhúsið. Þýðing: Bríet Héðinsdóttir. Leikstjórn: Baldvin Halldórsson.
  • 1976   Frú Carrar geymir byssur. Leikfélag Fáskrúðsfjarðar. Þýðing: Bríet Héðinsdóttir. Leikstjórn: María Kristjánsdóttir.

 

Leben des Galilei (1939/1943)

  • 1964   Ævi Galilei. Ríkisútvarpið. Þýðing: Ásgeir Hjartarson. Tónlistarstjórn: Jón Ásgeirsson. Leikstjórn: Helgi Skúlason.

 

Mutter Courage und ihre Kinder (1939/1941)

  • 2023   Mútter Courage og börnin. Þjóðleikhúsið. Þýðing: Bjarni Jónsson. Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir. Tónlist: Valgeir Sigurðsson og Helgi Hrafn Jónsson.
  • 2019   Mutter Courage. Útskriftarverkefni leikarabrautar LHÍ í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið. Leikstjórn: Marta Nordal. Þýðing: Ólafur Stefánsson. Tónlist: Sævar Helgi Jóhannsson.
  • 1980   Mútter Courage. Menntaskólinn við Sund. Þýðing: Ólafur Stefánsson. Leikstjórn: Sigrún Björnsdóttir.
  • 1965   Mutter Courage og börnin hennar. Þjóðleikhúsið. Þýðing: Ólafur Stefánsson. Leikstjórn: Walter Firner. Tónlist: Paul Dessau.

Herr Puntila und sein Knecht Matti (1940/1948)

  • 2003   Púntila bóndi og Matti vinnumaður. Leikfélag Reykjavíkur. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Höfundur söngtexta: Guðmundur Ólafsson. Leikstjórn: Guðjón P. Pedersen. Höfundur tónlistar: Matti Kallio.
  • 1998   Púntila og Matti. Leikdeild Ungmennafélagsins Dagrenningar, Borgarfirði. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson o.fl. Leikstjórn: Helga E. Jónsdóttir.
  • 1980   Púntila og Matti. Leikfélag Akureyrar. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Þýðing bundins máls: Þorgeir Þorgeirson og Guðmundur Sigurðsson. Leikstjórn: Hallmar Sigurðsson. Tónlist: Paul Dessau.
  • 1976   Púntila og Matti. Skagaleikflokkurinn. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson o.fl. Leikstjórn: Guðmundur Magnússon.
  • 1970   Púntila og Matti. Ríkisútvarpið. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Þýðing bundins máls: Þorgeir Þorgeirson og Guðmundur Sigurðsson. Leikstjórn: Wolfgang Pintzka/Gísli Alfreðsson. Tónlist: Paul Dessau.
  • 1969   Púntila og Matti. Leikfélag Húsavíkur. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson o.fl. Leikstjórn: Erlingur E. Halldórsson.
  • 1968    Púntila bóndi og Matti vinnumaður. Þjóðleikhúsið. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Þýðing bundins máls: Þorgeir Þorgeirson og Guðmundur Sigurðsson. Leikstjórn: Wolfgang Pintzka. Tónlist: Paul Dessau.

 

Der gute Mensch von Sezuan (1942/1943)

  • 1990   Góða sálin í Sesúan. Verkmenntaskólinn á Akureyri. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson o.fl. Leikstjórn: Sóley Elíasdóttir.
  • 1988   Góða sálin í Sesúan. Leikfélagið Herranótt í MR. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson o.fl. Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson.
  • 1975   Góða sálin í Sesúan. Þjóðleikhúsið. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Þýðing bundins máls: Bríet Héðinsdóttir. Leikstjórn: Stefán Baldursson. Tónlist: Paul Dessau.

 

Schweyk im Zweiten Weltkrieg (1943/1957)

  • 1984   Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni. Þjóðleikhúsið. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Þýðing bundins máls: Þórarinn Eldjárn. Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir. Söngvar eftir Hanns Eisler.

 

Der kaukasische Kreidekreis (1945/1948)

  • 1999   Krítarhringurinn í Kákasus. Þjóðleikhúsið. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Þýðing bundins máls: Þrándur Thoroddsen. Leikstjórn: Stefan Metz. Tónlist: Pétur Grétarsson.
  • 1993   Krítarhringurinn í Kákasus. Ríkisútvarpið. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson. Þýðing bundins máls: Þrándur Thoroddsen. Leikstjórn: María Kristjánsdóttir. Tónlist: Paul Dessau.

Ýmsar dagskrár

  • 2020   Kurt Weill. Brynhildur Björnsdóttir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir fluttu lög eftir eftir Kurt Weill við texta Brechts og fleiri í þýðingum Þorsteins Gylfasonar og Brynhildar.
  • 2006   Kjallarakvöld með Kurt Weill. Jóhann G. Jóhannsson fjallaði um tónlist Kurt Weill ásamt Agli Ólafssyni, og þeir fluttu ásamt fleiri söngvurum lög eftir Weill í tilefni af uppsetningu Þjóðleikhússins á Túskildingsóperunni eftir Brecht.
  • 1998    Til hinna óbornu. Dagskrá í tilefni aldarafmælis Brechts. Sif Ragnhildardóttir söng kvæði í þýðingu Þorsteins Gylfasonar við lög eftir Kurt Weill, Hanns Eisler og Paul Dessau. Laust mál: Þorsteinn Gylfason og Þorsteinn Þorsteinsson. Leikur: Sigurður Skúlason. Leikstjórn: Helga E. Jónsdóttir. Tónlistarstjórn: Karl Olgeirsson.
  • 1984   Breyttu heiminum. Söngvar og ljóð eftir Brecht. Stúdentaleikhúsið. Hafliði Arngrímsson og Margrét Pálmadóttir tóku saman dagskrána og stýrðu. Tónlist: Kurt Weill, Hanns Eisler, Paul Dessau o.fl. Ýmsir þýðendur.
  • 1976   Gisela May flutti dagskrá í Þjóðleikhúsinu og á Kjarvalsstöðum með ljóðum eftir Brecht og tónlist eftir Kurt Weill, Paul Dessau og Hanns Eisler.
  • 1975   Þið verðið að leita ykkur að nýjum bridgefélaga. Dagskrá byggð á verkum Brechts. Leikfélag Neskaupsstaðar. Leikstjórn: Erlingur E. Halldórsson.

Ártöl í sviga aftan við titla á frummáli merkja ritunartíma og fyrstu uppsetningu.

Sigrún Björnsdóttir sá um ýmsar Brecht-dagskrár, kynnti skáldið og söng lög við ljóð eftir Brecht, m.a. í Ríkisútvarpinu. Þýðing Erlings E. Halldórssonar á Der Jasager und der Neinsager (1930), Hinn jákvæði og Hinn neikvæði, birtist í TMM 1971. Þýðing Hjörleifs Guttormssonar á Der aufhaltsame Aufstieg des Arturo Ui (1941/1958), Hin erfiða framabraut Arturo Uis (1964), er til í handriti. Sigurður Skúlason gaf út Ljóð um leikhús, þýðingar sínar á ljóðum eftir Brecht úr Gedichte aus dem Messingkauf. Bjartur og frú Emilía gáfu út sérrit um Bertolt Brecht í ritstjórn Maríu Kristjánsdóttur árið 1999. Ýmsir þýðendur hafa þýtt kvæði eftir Brecht sem birst hafa á ólíkum vettvangi. Bókin Kvæði og söngvar 1917-56, með þýðingum ýmissa þýðenda á ljóðum eftir Brecht, kom út hjá Forlaginu árið 1987. Þorsteinn Þorsteinsson annaðist útgáfuna.

Samantekt: MTÓ

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími