/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Sturla Mio Þórisson

/

Sturla Mio Þórisson er hljóðmaður og upptökustjóri í hljóðverinu Masterkey Studios, sem hann stofnaði ásamt eiginkonu sinni Markétu Irglová.

Mio og Markéta hafa unnið saman að mörgum tónlistarverkefnum hér á landi og erlendis. Þau sömdu tónlist fyrir Svartalogn í Þjóðleikhúsinu og sömdu titillag fyrir Vertu úlfur ásamt Emilíönu Torrini, en Mio tók lagið upp og hljóðblandaði í samvinnu við Valgeir Sigurðsson. Sturla og Markéta vinna nú að tónlist fyrir Ást og upplýsingar í Þjóðleikhúsinu.

Mio hefur verið upptökustjóri, upptökumaður og hljóðblandari fyrir alla tónlist Markétu frá árinu 2012. Fyrsta verkefni þeirra sem kom út var hljómplatan MUNA, árið 2014. Þau hafa unnið saman að verkefnum fyrir kvikmyndir og leikhús og vinna nú að söngleik. Einnig eru þau með í undirbúningi  þriðju hljóðversplötu Markétu, sem kemur út sumarið 2022. Markéta og Mio sömdu saman lagið Mögulegt sem tekur þátt í Söngvakeppninni 2022.

Mio hefur einnig starfað með fjölda annarra listamanna að verkum þeirra og má þar nefna Damien Rice, Mirabai Ceiba, Víking Heiðar Ólafsson, Emilíönu Torrini, The Colorist Orchestra, Isabellu Bretz, Einar Scheving Quartet, Agnar Má Magnússon, Svavar Knút og Brek.

Mio hóf störf hjá hljóðverinu Gróðurhúsinu árið 2000 þar sem hann lærði fag sitt undir handleiðslu Valgeirs Sigurðssonar. Þar hefur hann meðal annars unnið með Owen Pallet, Valgeir Sigurðssyni, Ben Frost, Sam Amidon, Nico Muhly, Therese Ævne, Duo Harpverk, Þorvaldi Þór Þorvaldssyni, Moddi, Helga Hrafni Jónssyni, Tinu Dico, Shahzad Ismaily, Miu Maestro, Tomoyo Harada og Your Headlights Are On.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins verður opin á nýjan leik eftir sumarleyfi þann 19. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími