Sturla Mio Þórisson er hljóðmaður og upptökustjóri í hljóðverinu Masterkey Studios sem hann stofnaði ásamt Markétu Irglová. Hann hefur verið upptökustjóri og upptökumaður fyrir tónlist Markétu frá 2012, m.a. á hljómplötunni MUNA. Þau hafa unnið að verkefnum fyrir kvikmyndir og leikhús, m.a. Ást og upplýsingar og Svartalogn í Þjóðleikhúsinu. Þau sömdu saman lagið Mögulegt fyrir Söngvakeppnina 2022. Mio hefur einnig starfað með fjölda annarra listamanna og má þar nefna Damien Rice, Víking Heiðar Ólafsson, Emilíönu Torrini, The Colorist Orchestra, Agnar Má Magnússon, Svavar Knút, Ben Frost og Tinu Dico.
Starfsfólk Þjóðleikhússins