SEIÐR er fjölbreyttur sviðslistahópur sem hefur starfað frá árinu 2019. Meðlimir eiga það sameiginlegt að tengjast gegnum súludans, en hafa auk þess reynslu af öðrum loftfimleikatækjum, ásamt acro, parkour og burlesque. Hópurinn hefur m.a. sýnt á Reykjavík Fringe í Tjarnarbíói.
SEIÐR kemur fram í sýningu Þjóðleikhússins Ást Fedru. Í sýningunni koma fram: Ásta Marteinsdóttir, Birgitta Sif Jónsdóttir, Helga Rós Helgadóttir, Kamilla Alfreðsdóttir, Karen Sif Óskarsdóttir, Kristín Hálfdánardóttir, Kirstin Natalija Stojadinovic, Lára Björk Bender, Ósk Tryggvadóttir, Sólveig Maria Seibitz, Tekla Ólafsdóttir, Þórunn Margrét Sigurðardóttir.