/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Sarah Kane

/

Leikritið Ást Fedru eftir Söruh Kane er sýnt í Þjóðleikhúsinu leikárið 2023-24.

Leikskáldið Sarah Kane fæddist árið 1971 og lést árið 1999. Hún samdi fimm leikrit og eitt handrit fyrir sjónvarp. Leikrit hennar, sem í fyrstu voru afar umdeild, hafa nú öðlast sess sem sígild nútímaverk og verið sviðsett um allan heim. Sarah Kane þykir vera eitt áhugaverðasta breska leikskáld síðari tíma.

Fyrsta leikrit Kane, Blasted (Rústað), var frumflutt í Royal Court Theatre í London árið 1995. Leikritið Pheadra‘s Love (Ást Fedru) var frumflutt í Gate Theatre í London árið 1996 og leikritið Cleansed (Hreinsun) var frumflutt á vegum Royal Court í Duke of York Theatre árið 1998. Fjórða leikrit Kane, Crave (Þrá) var sýnt á vegum Paines Plough og Bright Limited, fyrst í Chelsea Centre Theatre í London, þá á Edinborgarhátíðinni í Traverse Theatre og loks í Royal Court Theatre, áður en verkið fór á svið í Berlín, Dublin og Kaupmannahöfn. Síðasta leikrit Söruh Kane, 4.48 Psychosis, var frumsýnt í Royal Court árið 2000. Sjónvarpsleikritið Skin var sýnt hjá Channel Four/British Screen árið 1997. Leikrit Söruh Kane eru gefin út af Methuen Drama.

Leikritið Ást Fedru í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur er nú frumflutt á íslensku leiksviði. Leikrit Söruh Kane Rústað var sýnt í Borgarleikhúsinu árið 2009 í þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur og leikritið

4:48 Psychosis var sýnt í Þjóðleikhúsinu í samstarfi við Edda productions í þýðingu Diddu Jónsdóttur árið 2015. Borgarleikhúsið efndi til leiklestra á verkum Söruh Kane árið 2009, og voru þá lesin leikritin Hreinsun og Þrá í þýðingu Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur, 4:48 geðtruflun í þýðingu Diddu Jónsdóttur og Ást Fedru í þýðingu Arnar Úlfars Höskuldssonar.

 

Ljósmynd: Jane Brown.

/
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími