/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Leó Guðrúnarson Jáuregui

/

Leó syngur í Drengjakór Reykjavíkur, leikur á selló og stundar nám við Langholtsskóla. Hann er í sellótímum, strengjasveit og tónfræði við Tónskóla Sigursveins og æfir badminton hjá TBR. Hann er þrítyngdur á íslensku, spænsku og ensku. Móðir hans er íslensk en faðir hans spænskur. Árið 2020 flutti Leó til Íslands frá Madríd þar sem hann stundaði nám í tvítyngda skólanum Humanitas. Hann lærði jazzballett við dansskólann Dance! International School of Performing Arts í Tres Cantos og sellóleik við Escuela de Música Armonía frá 5 ára aldri. Leó hefur komið fram á ýmsum tónleikum í leik og söng með barnakórnum Pequeños Cantores de la JORCAM í Madríd og Drengjakór Reykjavíkur á Íslandi og í Búlgaríu. Hann lék í stuttmyndinni Norn eftir Maite Jáuregui og hefur komið fram á uppákomum í skólanum og á tónleikum með fjölskyldu sinni (Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, Francisco Javier Jáuregui og Evu Jáuregui). Leó hefur sungið inn á stuttmyndina ,,The Goodness of Life“ eftir Guðmund Garðarsson og auglýsinguna ,, Bílalúga“ fyrir Joe and the Juice.

/
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími