/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir

/

Júlíana er aðstoðarleikstjóri í Geim-mér-ei.

 

Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir lauk BA námi í leiklist frá Copenhagen International School of Performing Arts árið 2019. Hún stundar um þessar mundir MA nám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Júlíana stofnaði leikhópinn Flækju sem síðast setti upp ferðasýninguna Það og Hvað sem hefur verið sýnd á hinum ýmsu hátíðum og leikskólum um allt land.

 

Júlíana hefur einnig tekið þátt í ýmsum verkefnum bæði í Danmörku og á Íslandi. Hún fór m.a með burðarhlutverk í leikverkinu A Mouthfull of Birds sem var sýnt á hátíðinni Copenhagen Stage (2019,) skrifaði og fór með hlutverk í sýningunni Humours (2018)  sem var sýnt í Frystiklefanum á Rifi, fór með hlutverk Nínu í leiksýningunni Takk Fyrir Mig (2019) og leikstýrði Nashyrningunum í uppsetningu LFMH (2020).  

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími