Júlía Margrét Einarsdóttir lauk BA prófi í heimspeki og MA-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands og MFA-gráðu í handritagerð frá New York Film Academy. Hún þýðir Yermu eftir Simon Stone, byggt á verki Lorca, fyrir Þjóðleikhúsið. Júlía hefur sent frá sér tvær skáldsögur, Guð leitar að Salóme og Drottningin á Júpíter – Absúrdleikhús Lilla Löve. Hún flutti nýlega fyrrnefndu skáldsöguna í eigin leikgerð á Sögulofti Landnámssetursins en þar hafði hún áður flutt Skálmöld ásamt Einari Kárasyni. Júlía Margrét hefur einnig sent frá sér smásögur, ljóðabókina Jarðarberjatungl og örnóvelluna Grandagallerí – skýin á milli okkar. Samhliða skrifum starfar Júlía við dagskrárgerð í útvarpi.