/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Jökull Smári Jakobsson

/

Jökull Smári Jakobsson

Jökull Smári útskrifaðist af leiklistarbraut Listaháskóla Íslands síðasta vor. Fyrir námið og á meðan því stóð sótti hann sér reynslu í sviðslistaheiminn með því að leika, skrifa og leikstýra í ýmsum áhugaleiksýningum. Listrænn uppruni Jökuls er í tónlist en hann hefur samið og flutt músík frá því að hann man eftir sér og segja má að þaðan hafi hann leiðst út í leiklist – með stuttu stoppi í dansnámi. Síðastliðinn september lék Jökull í sýningunni Jesú er til, hann spilar á banjó sem sýnd var í Tjarnarbíó. Næstkomandi janúar mun hann svo leika í sýningunni Hvíta tígrisdýrið sem sýnd verður á Litla sviði Borgarleikhússins og í maí 2023 mun hann leika í sýningunni Lónið sem verður sýnd í Tjarnarbíó. Eyja er fyrsta sýning Jökuls á atvinnusviði þar sem hann leikur og tekur þátt í æfingaferli frá upphafi til enda.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími